Heilbrigðisþjónustan – hvert stefnir? Úrsúla Jünemann skrifar 1. júní 2018 07:00 Hvað er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna ? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoðun þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verkstæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegum viðgerðum og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver sem vill eiga fallegan garð myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garðinn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okkur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum sem bæði líkamlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við á að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fikniefnameðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sársauka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFI í Hveragerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þarf stöðugt að skera niður í sinni starfsemi vegna fjárskorts. Sama sagan er að segja frá Reykjalundi í Mosfellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tímanlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægjulegu lífi má auðvitað skoða frá fjárhagslegum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeigandi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir en þeir sem geta sökum veikinda af alls konar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og að menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur orðið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamálunum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Það ætti einnig að endurskoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við þann kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda. Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðisráðherrann skoði þessi mál með opnum hug og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofnanir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi.Höfundur er kennari á eftirlaunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er betra? Að fyrirbyggja eða bíða og laga seinna ? Hver myndi ekki fara með bílinn í skoðun þegar óþægileg skrölthljóð gera vart við sig? Fara á verkstæði áður en bíllinn verður óökuhæfur? Hver vildi ekki fara upp á þak og kanna vandann þegar byrjar að leka, drífa í nauðsynlegum viðgerðum og þar með að fyrirbyggja að meira tjón verði? Hver sem vill eiga fallegan garð myndi ekki reyta upp óæskilegan gróður áður en sá leggur allan garðinn undir sig? Það er vitað mál að aðgerð í tæka tíð sparar peninga og vinnu seinna meir. En hvernig standa málin hjá okkur mannfólki? Menn geta orðið fyrir alls konar áföllum sem bæði líkamlega og andlega heilsu snertir. Hvaða möguleika eigum við á að fá hjálp og meðferð í tæka tíð? Langir biðlistar í heilbrigðisþjónustunni tala sínu máli. Hvað þarf til dæmis barn með geðræn vandamál að bíða lengi eftir greiningu og í framhaldi af því viðeigandi meðferð? Hvað er biðlistinn langur til að komast inn á Vog í áfengis- eða fikniefnameðferð? Hversu lengi þurfa menn að bíða eftir liðskiptaaðgerð og þar með að geta byrjað nýtt líf án sársauka og verkjatöfluáts? Hversu vel gengur að komast í endurhæfingu og sjúkraþjálfun óháð því hvernig efnahagurinn er? Sú sem skrifar hér er nýkomin úr endurhæfingu hjá NLFI í Hveragerði. Þar er unnið einstaklega gott starf og menn eru margir að koma heim endurnærðir og tilbúnir að takast á við daglegt líf eftir sinni getu upp á nýtt. Mér er með öllu óskiljanlegt að svona stofnun þarf stöðugt að skera niður í sinni starfsemi vegna fjárskorts. Sama sagan er að segja frá Reykjalundi í Mosfellsbæ. Og hvernig er ástandið á Grensásdeildinni? Að grípa inn í tímanlega og hjálpa fólki að ná betri heilsu, starfsgetu og tækifæri til að geta lifað ánægjulegu lífi má auðvitað skoða frá fjárhagslegum sjónarhóli. Menn sem komast í viðeigandi meðferð án þess að þurfa að bíða lengi og fá þar með orku og starfsgetu fyrr eru þjóðfélaginu ekki eins dýrir en þeir sem geta sökum veikinda af alls konar tagi ekki lagt neitt til. En það er auðvitað svo miklu meira í húfi: Lífsgæði og ánægjan yfir því að vera til eykst með því að heilsan er í lagi og að menn upplifa sig sem manneskju sem skiptir máli og getur orðið að einhverju gagni. Með því að setja menn endalaust á biðlista erum við að ýta vandamálunum á undan okkur þangað til þau stækka og stækka. Að gera við í tæka tíð þýðir að spara á endanum. Við eigum ekki að kasta krónum til að spara aura með því að fresta aðgerðum. Það ætti einnig að endurskoða hvort hægt væri að bjóða fólki upp á reglulega og ókeypis krabbameinsleit. Hversu margir gætu notið þeirrar þjónustu miðað við þann kostnað vegna eins sjúklings sem þarf á krabbameinsmeðferð að halda. Og þá tölum við ekki um ómælda þjáningu sem fylgir slíkum sjúkdómum. Ég vona að nýi heilbrigðisráðherrann skoði þessi mál með opnum hug og blási til aðgerða til að afmá ómanneskjulega biðlista. Einnig að hún sjái til þess að lagt verði meira fjármagn í þær stofnanir sem sjá um endurhæfingu af alls konar tagi.Höfundur er kennari á eftirlaunum
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar