Fótbolti

Vanur mýflugunum á Þingvallavatni

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Á morgun færa strákarnir okkar sig yfir til Volgograd þar sem þeir mæta Nígeríu. Í þeirri borg taka á móti þeim erfiðar aðstæður. Mikill hiti og móskítófaraldur.

Það er spáð um 35 stiga hita í Volgograd er liðin mætast og moskítóflugurnar munu ekki létta neinum lífið. Hörður Björgvin ætlar þó ekki að láta þetta ástand trufla sig.

„Ég er vanur að vera á Þingvallavatni. Ég er vanur þessum mýflugum án þess að vera með net. Það er ekkert sem mun hæga á okkar fótboltaleik með þessum mýflugum," segir Hörður Björgvin en það þarf líka að glíma við mikinn hita.

„Við vitum að hitinn verður rosalegur og við munum búast við góðum og erfiðum leik."

Englendingarnir spiluðu í Volgograd í gær og hetja Englendinga, Harry Kane, viðurkenndi að flugurnar hefðu truflað sig. Kane sagði hafa fengið flugur í augað, nefið og svo hefði hann étið nokkrar. Kári Árnason lætur svona hræðsluáróður ekki raska ró sinni og er klár í hvað sem er.

„Þetta er eitthvað sem er úr okkar höndum. Það er talsverður munur á hitastiginu og ég held að það henti þeim betur en okkur," segir Kári.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×