Fótbolti

Sumarmessan: Spænskur vinur Hjörvars greindi hvað Alfreð sagði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð fagnar í myndavélina
Alfreð fagnar í myndavélina Vísir/Getty
Nafn Alfreðs Finnbogasonar er skráð í sögubækurnar sem fyrsti maðurinn til þess að skora mark fyrir Ísland á HM. Alfreð skoraði markið á 23. mínútu leiksins.

Þegar Alfreð fagnaði markinu hljóp hann upp að einni sjónvarpsmyndavélinni og sagði tvö orð. Mikið hefur verið rætt um hvað það var sem Alfreð sagði.

Hjörvar Hafliðason telur sig hafa fundið út úr því hvað Alfreð sagði og greindi hann frá því í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hann sagðist hafa sest niður með spænskum vini sínum og það hafi verið „auðveldasti hlutur í heimi“ að finna út úr því hvað Alfreð sagði.

Hann á að hafa sagt koma svo á spænsku, vamos carajo.

Benedikt Valson og Gunnleifur Gunnleifsson voru ekki alveg sannfærðir, en treystu þó spænska vini Hjörvars.

Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×