Fótbolti

Birkir Már: Ég hef aldrei komið í þessa saltverksmiðju

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Það var létt yfir Birki fyrir æfingu í dag.
Það var létt yfir Birki fyrir æfingu í dag. vísir/vilhelm
Erlendir blaðamenn láta mikið með það að fjögurra barna faðirinn Birkir Már Sævarsson sé eini leikmaðurinn á HM sem hafi þurft að fá frí í vinnunni svo hann gæti farið til Rússlands.

„Það er búið að gera eitthvað risadæmi úr þessu. Þetta er nú ekki alveg jafn sérstakt og mörgum finnst það vera," segir Birkir hlæjandi en hann vinnur hjá Saltverk. Hann bendir á að umræða erlendra miðla um hans starf sé nú ekki alveg rétt.

„Það er alltaf verið að tala um að ég vinni í verksmiðju. Það er ekki satt. Ég hef aldrei komið inn í sjálfa saltverksmiðjuna. Hún er einhvers staðar fyrir vestan. Þetta er lager og stundum er ég að pakka í krukkur eins og sést í myndbandinu sem allir sáu. Svo keyri ég stundum út líka."

Okkur Íslendingum finnst vel við hæfi að maðurinn sem saltaði Angel di Maria sé að vinna í saltverksmiðju.

„Það er örugglega hægt að leika sér eitthvað með það," segir Birkir Már og skellihlær.

„Ég var augljóslega að gera eitthvað rétt fyrst Di Maria var tekinn snemma út af. Það gefur manni smá viðurkenningu. Ef kantarinn sem þú ert að dekka fer af velli þegar hálftími er eftir þá ertu að gera eitthvað rétt."





Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Aron Einar grét fyrir stóru stundina

Ég tók smá stund fyrir sjálfan mig fyrir leik, þurrkaði tárin og drullaði mér svo út á völl, segir landsliðsfyrirliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×