Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 10:30 Rúnar Alex Rúnarsson grípur bolta hálfblindur frá Sebastian Boxleitner. vísir/tom Þær eru frumlegar og skemmtilegar æfingarnar sem markverði íslenska landsliðsins fara í gegnum á hverjum degi á æfingasvæðinu í Kabardinka. Vanalega sér Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska liðsins, um æfingar markvarðanna þriggja en styrktarþjálfarinn Sebastian Boxleitner hjálpaði til í dag. Þjóðverjinn skellti gleraugum á markverðina þrjá sem skerða sjónina verulega en þau eru hönnuð til þess að bæta viðbrögð markvarða. Þetta er afar vinsælt í markvarðafræðum nú til dags. Inn í gleraugunum er ljós sem blikkar þannig að mjög erfitt er að sjá með þau á sér. Þau fækka römmum sem mannsaugað sér um tuttugu, að sögn þýska styrktarþjálfarans.Boxleitner kastaði bæði tennisbolta og fótbolta að íslensku markvörðunum sem áttu bæði að grípa boltana og slá þá til baka.Fótboltatímaritið FourFourTwo fjallaði um þessi gleraugu eftir að svissneski landsliðsmarkvörðurinn Yann Sommer sást reglulega með þau. Í úttekt tímaritsins segir að mælt sé með því að notast ekki við gleraugun í meira en fimmtán mínútur á dag. Umgjörð strákanna okkar er alltaf að verða betri og meira fjármagni eytt í tæki og tól. Gleraugu sem þessi eru sögð kosta ríflega 350 evrur eða 40.000 krónur.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.Frederik Schram náði þessum þó hann sæi lítið.vísir/tom HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 10:00 Föstu leikatriðin vopn í búrinu Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur, segir Kári Árnason um föstu leikatriðin gegn Argentínu. 19. júní 2018 12:00 HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00 Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Þær eru frumlegar og skemmtilegar æfingarnar sem markverði íslenska landsliðsins fara í gegnum á hverjum degi á æfingasvæðinu í Kabardinka. Vanalega sér Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska liðsins, um æfingar markvarðanna þriggja en styrktarþjálfarinn Sebastian Boxleitner hjálpaði til í dag. Þjóðverjinn skellti gleraugum á markverðina þrjá sem skerða sjónina verulega en þau eru hönnuð til þess að bæta viðbrögð markvarða. Þetta er afar vinsælt í markvarðafræðum nú til dags. Inn í gleraugunum er ljós sem blikkar þannig að mjög erfitt er að sjá með þau á sér. Þau fækka römmum sem mannsaugað sér um tuttugu, að sögn þýska styrktarþjálfarans.Boxleitner kastaði bæði tennisbolta og fótbolta að íslensku markvörðunum sem áttu bæði að grípa boltana og slá þá til baka.Fótboltatímaritið FourFourTwo fjallaði um þessi gleraugu eftir að svissneski landsliðsmarkvörðurinn Yann Sommer sást reglulega með þau. Í úttekt tímaritsins segir að mælt sé með því að notast ekki við gleraugun í meira en fimmtán mínútur á dag. Umgjörð strákanna okkar er alltaf að verða betri og meira fjármagni eytt í tæki og tól. Gleraugu sem þessi eru sögð kosta ríflega 350 evrur eða 40.000 krónur.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.Frederik Schram náði þessum þó hann sæi lítið.vísir/tom
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 10:00 Föstu leikatriðin vopn í búrinu Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur, segir Kári Árnason um föstu leikatriðin gegn Argentínu. 19. júní 2018 12:00 HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00 Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02 Langmest skotið á Rúrik Pálsson Kominn með 500 þúsund fylgjendur á Instagram. 19. júní 2018 09:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Sjá meira
Strákarnir vel vopnum búnir fyrir Volgograd Á morgun halda strákarnir okkar til Volgograd og þar taka á móti þeim lítt spennandi aðstæður. Hátt í 40 stiga hiti og móskítófaraldur. 19. júní 2018 10:00
Föstu leikatriðin vopn í búrinu Við vissum nákvæmlega hvað við vildum gera en náðum ekki að fría okkur, segir Kári Árnason um föstu leikatriðin gegn Argentínu. 19. júní 2018 12:00
HM í dag: Gaulandi strandvörður gerði sitt besta til að eyðileggja þáttinn Það er steikjandi hiti í Kabardinka í dag og strákarnir skelltu sér aðeins á ströndina í morgunsárið til þess að taka út stemninguna. 19. júní 2018 09:00
Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor. 19. júní 2018 09:02