Fótbolti

Kári Árnason með munnlegt samkomulag við tyrkneskt félag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason er ekki á leiðinni í Pepsi-deildina eftir HM í Rússlandi því hann hefur gert munnlegan samning við tyrkneska félagið BB Erzurumspor.

Mehmet Altıparmak þjálfari BB Erzurumspor staðfestir við sabah.com að Kári muni skrifa undir samning við liðið eftir HM í Rússlandi.

BB Erzurumspor vann sig upp úr tyrknesku b-deildinni á síðustu leiktíð og verður nýliði í tyrknesku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Kári vakti athygli fyrir frábæra frammistöðu sína með íslenska landsliðinu á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu og nú þremur dögum síðar er hann kominn með nýjan atvinnumannasamning.

Kári spilaði með Aberdeen í Skotlandi á síðustu leiktíð og ætlaði að klára tímabilið með Víkingum en ekkert verður af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×