Eins nálægt alsælu og þú kemst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júní 2018 10:30 Freyr Alexandersson þjálfar kvennalandsliðið en hefur í nógu að snúast á Heimsmeistaramóti karla í Rússlandi. Vísir/Getty Auk þess að vera þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta starfar Freyr Alexandersson einnig fyrir karlalandsliðið, sem yfirleikgreinandi. Hann var með mótherja Íslands á laugardaginn var, Argentínu, á sinni könnu. „Þetta var fyrst og fremst framkvæmd strákanna. Ég get sagt hvað sem er en ef þeir framkvæma hlutina ekki eins og þeir gerðu gegn Argentínu lít ég út eins og asni,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið. Auk hans eru sænski reynsluboltinn Roland Andersson, Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-17 ára liðs karla, í leikgreiningarteymi karlalandsliðsins. Að sögn Freys var vinnan við að leikgreina argentínska liðið umfangsmikil, sérstaklega í ljósi þess að síðan Jorge Sampaoli tók við því fyrir um ári hefur hann notað fjölda leikmanna og mörg mismunandi leikkerfi. „Ég horfði á 12 leiki en fyrir tveimur mánuðum þrengdum við þetta niður í fjóra sem við tókum mest úr,“ sagði Freyr. „Það fór mikil vinna í þetta og þú þarft að undirbúa þig undir hvað sem er. En fyrir viku vissum við nokkurn veginn hvað væri að fara að gerast. Að sjá strákana framkvæma þetta svona er eins nálægt alsælu og þú kemst.“ Meðan á leiknum á laugardaginn stóð sat Freyr í fréttamannastúkunni á Spartak-vellinum með stærðarinnar heyrnartól sem hann notaði til að koma skilaboðum til þjálfaranna á hliðarlínunni. „Ég er með aðeins meiri yfirsýn og reyni að sjá eitthvað sem þeir sjá ekki. Svo skila ég þeim upplýsingum niður til Gumma [Hreiðarssonar] og hann kemur því til Heimis [Hallgrímssonar]. Helgi [Kolviðsson] er svo með spjaldtölvu þannig að við getum sent myndir úr myndavél sem er yfir vellinum. Ef það er eitthvað taktískt sem er hægt að útskýra á auðveldan hátt sendum við það niður. Á sama tíma erum við safna upplýsingum fyrir hálfleikinn,“ sagði Freyr. Hann segir að íslenska þjálfarateymið hafi fengið þetta kerfi og samskiptabúnað fyrst fyrir þremur mánuðum. Frá EM 2016 hafi Freyr hins vegar alltaf verið uppi í stúku í fyrri hálfleik en setið niðri á hliðarlínunni í þeim seinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Fótbolti Fleiri fréttir Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Sjá meira
Auk þess að vera þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta starfar Freyr Alexandersson einnig fyrir karlalandsliðið, sem yfirleikgreinandi. Hann var með mótherja Íslands á laugardaginn var, Argentínu, á sinni könnu. „Þetta var fyrst og fremst framkvæmd strákanna. Ég get sagt hvað sem er en ef þeir framkvæma hlutina ekki eins og þeir gerðu gegn Argentínu lít ég út eins og asni,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið. Auk hans eru sænski reynsluboltinn Roland Andersson, Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-17 ára liðs karla, í leikgreiningarteymi karlalandsliðsins. Að sögn Freys var vinnan við að leikgreina argentínska liðið umfangsmikil, sérstaklega í ljósi þess að síðan Jorge Sampaoli tók við því fyrir um ári hefur hann notað fjölda leikmanna og mörg mismunandi leikkerfi. „Ég horfði á 12 leiki en fyrir tveimur mánuðum þrengdum við þetta niður í fjóra sem við tókum mest úr,“ sagði Freyr. „Það fór mikil vinna í þetta og þú þarft að undirbúa þig undir hvað sem er. En fyrir viku vissum við nokkurn veginn hvað væri að fara að gerast. Að sjá strákana framkvæma þetta svona er eins nálægt alsælu og þú kemst.“ Meðan á leiknum á laugardaginn stóð sat Freyr í fréttamannastúkunni á Spartak-vellinum með stærðarinnar heyrnartól sem hann notaði til að koma skilaboðum til þjálfaranna á hliðarlínunni. „Ég er með aðeins meiri yfirsýn og reyni að sjá eitthvað sem þeir sjá ekki. Svo skila ég þeim upplýsingum niður til Gumma [Hreiðarssonar] og hann kemur því til Heimis [Hallgrímssonar]. Helgi [Kolviðsson] er svo með spjaldtölvu þannig að við getum sent myndir úr myndavél sem er yfir vellinum. Ef það er eitthvað taktískt sem er hægt að útskýra á auðveldan hátt sendum við það niður. Á sama tíma erum við safna upplýsingum fyrir hálfleikinn,“ sagði Freyr. Hann segir að íslenska þjálfarateymið hafi fengið þetta kerfi og samskiptabúnað fyrst fyrir þremur mánuðum. Frá EM 2016 hafi Freyr hins vegar alltaf verið uppi í stúku í fyrri hálfleik en setið niðri á hliðarlínunni í þeim seinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Fótbolti Fleiri fréttir Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Sjá meira