Fótbolti

Enginn skapað fleiri færi en Trippier

Anton Ingi Leifsson skrifar
Trippier átti góðan leik í gær.
Trippier átti góðan leik í gær. vísir/getty
Kieran Trippier átti góðan leik í hægri vængbakverðinum er England vann 2-1 sigur á Túnis í gærkvöldi en leikurinn var fyrsti leikur Englands á HM í Rússlandi.

Enginn leikmaður í fyrstu umferðinni á HM í Rússlandi hefur skapað fleiri færi en Trippier í leiknum gegn Túnis í gær.

Hann skapaði sex af fjórtán færum Englendinga en Englendingar óðu í færum, sér í lagi í fyrri hálfleiknum, en bæði mörkin komu þó eftir uppsett atriði. Það síðara eftir hornspyrnu Trippier.

Englendingar voru afar mikið með boltann í leiknum í gær en reikna má með að Trippier verði með fyrstu mönnum á blað, ásamt Harry Kane, er Gareth Southgate hugsar um byrjunarliðið gegn Panama.

Leikur Englands og Panama fer fram á sunnudaginn á Nizhny leikvanginum í Novgorod.


Tengdar fréttir

Kane kom Englandi til bjargar á ögurstundu

Harry Kane reyndist hetja Englendinga er hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma í 2-1 sigri á Túnis í fyrstu umferð G-riðils á HM í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×