Fótbolti

Sjúkraþjálfari landsliðsins slasaðist í hjólaslysi

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Pétur Örn á jogginu með Birki Bjarna hér í Kabardinka.
Pétur Örn á jogginu með Birki Bjarna hér í Kabardinka. Vísir/Vilhelm
Pétur Örn Gunnarsson, einn sjúkraþjálfara íslenska karlalandsliðsin í knattspyrnu, má þakka fyrir að hafa verið með hjálm á höfði þegar hann skellti sér í hjólatúr í Kabardinka við Svartahaf í morgun.

Emil Hallfreðsson vakti athygli á þessu á Instagram-síðu sinni í dag þar sem sjá mátti Pétur krambúleraðan, bæði á andliti og hné, eftir túrinn. Emil og Pétur Örn voru sammála um að hjálmurinn hefði bjargað sjúkraþjálfaranum

„Hjálmurinn bjargaði. Hann er sennilega ónýtur,“ segir Pétur á Instagram-reikningi Emils.

Óskar Örn Guðbrandsson, annar fjölmiðlafulltrúa landsliðsins, tjáði Vísi í kvöld að Pétur Örn hefði mögulega tognað á fingri auk skrámanna.

„Pétur var með hjálminn sem klárlega bjargaði því að ekki fór verr.“

Landsliðsmennirnir hafa stytt sér stundir hér í Kabardinka og farið í hjólatúra. Hjálmurinn hefur ekki verið með í för en líklegt má telja að það breytist eftir slysið í morgun.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×