Lilja: Menn verða að fylgja leikreglum og vera sanngjarnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 16:15 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/Ernir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Menn verða að fylgja leikreglum á fjölmiðlamarkaði og vera sanngjarnir. Það er búið að kvarta undan þessu til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Ég fylgist náið með þessu máli og hef fengið margar athugasemdir inn á mitt borð vegna þess. Málið er nú í eðlilegum farvegi hjá til þess bærum stofnunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við auglýsingar í óskyldum dagskrárliðum á þessu ári og næsta ári. Dæmi um þann pakka sem RÚV er að bjóða auglýsendum. RÚV selur auglýsingar á HM í pakka með öðrum óskyldum dagskrárliðum. Þessi framganga RÚV hefur hleypt illu blóði í stjórnendur lítilla einkarekinna fjölmiðla.Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV og hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins sem hefur málið til skoðunar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segir að RÚV hafi gengið of hart fram á auglýsingamarkaði. „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum,“ sagði Sigmundur Ernir í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tengdar fréttir Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur fengið margar athugasemdir inn á sitt borð vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði í tengslum við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. „Menn verða að fylgja leikreglum á fjölmiðlamarkaði og vera sanngjarnir. Það er búið að kvarta undan þessu til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Ég fylgist náið með þessu máli og hef fengið margar athugasemdir inn á mitt borð vegna þess. Málið er nú í eðlilegum farvegi hjá til þess bærum stofnunum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Samkvæmt ársreikningi RÚV ohf. fyrir árið 2017 fékk RÚV 4,1 milljarða króna í beinu framlagi frá íslenska ríkinu, skattgreiðendum, það ár en 2,3 milljarða króna í formi auglýsingatekna. Framganga RÚV á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistarakeppninnar í fótbolta hefur hleypt illu blóði í stjórnendur einkarekinna fjölmiðla. Fréttastofan hefur séð afrit af kynningarefni auglýsingadeildar RÚV. Þar er auglýsendum boðið að kaupa auglýsingapakka upp á margar milljónir króna þar sem tvinnað er saman auglýsingum fyrir leiki á HM við auglýsingar í óskyldum dagskrárliðum á þessu ári og næsta ári. Dæmi um þann pakka sem RÚV er að bjóða auglýsendum. RÚV selur auglýsingar á HM í pakka með öðrum óskyldum dagskrárliðum. Þessi framganga RÚV hefur hleypt illu blóði í stjórnendur lítilla einkarekinna fjölmiðla.Stjórnendur Hringbrautar telja þetta grófa misnotkun á markaðsráðandi stöðu RÚV og hafa kvartað til Samkeppniseftirlitsins sem hefur málið til skoðunar. Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar N4 eru á sömu skoðun. Þess má geta að Sýn hf. sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er eitt þeirra fyrirtækja sem tapar á þessari framgöngu RÚV. Sigmundur Ernir Rúnarsson dagskrárstjóri Hringbrautar segir að RÚV hafi gengið of hart fram á auglýsingamarkaði. „Ég er hlynntur framtaki ríkisins á fjölmiðlamarkaði hvað menningu og annað varðar en þegar ríkið hagar sér eins og mesti böðull á auglýsingamarkaði, fer langt fram yfir einkarekin fyrirtæki í því að verða sér úti um auglýsingatekjur í krafti stærðarinnar, í krafti þess bolmagns sem stofnunin hefur, starfsmannafjölda til dæmis, þá er nóg komið og það verður að spyrna við fótum,“ sagði Sigmundur Ernir í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Tengdar fréttir Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45 Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Segja RÚV misnota markaðsráðandi stöðu sína með framgöngu á auglýsingamarkaði Dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sakar RÚV um að misnota markaðsráðandi stöðu sína á auglýsingamarkaði með sölu á sérstökum auglýsingapökkum fyrir HM í fótbolta og segir að stofnunin hagi sér eins og böðull. Hann segir að RÚV hafi ryksugað upp allt auglýsingafé með því að selja auglýsingar fyrir ótengda dagskrárliði samhliða sölu á auglýsingum fyrir HM. 18. júní 2018 11:45
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent