Fótbolti

Þrumur og eldingar í bækistöð strákanna

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Frá sundlaugarbakkanum í Kabornika í dag.
Frá sundlaugarbakkanum í Kabornika í dag. Vísir/Vilhelm
Eftir sleitulaust sólskin frá því að íslenska landsliðið kom til Kabardinka, ferðamannabæsins við Svartahaf, laugardaginn 10. júní kom að því að ský dró fyrir sólu. Það gerðist raunar í gær þótt hitinn hafi verið nálægt 30 stigum.

Sólin skein í morgun en nú eftir hádegið var hitinn um 26 stig, og það heyrðust þrumur og sáust eldingar. Regningu kyngdi niður. Það vildi svo vel til að strákarnir fengu frí frá æfingum í dag og hafði þetta því ekki teljandi áhrif á daginn þeirra, nema þeim sem höfðu hugsað sér að sleikja sólina.

Sú gula er ekki langt undan og spáin fyrir næstu daga er kunnugleg. Sól og von á hita allt að 31 stigi.

Liðið heldur til Volgograd á miðvikudag þar sem Nígeríumenn eru mótherjinn á föstudag.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×