Besta veðrið á miðvikudag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júní 2018 11:00 Allir í bátana! Það er spáð 8-16 stiga hita á miðvikudag. Fréttablaðið/Ernir Útlit er fyrir að besti dagur vikunnar þegar litið er til veðurs verði miðvikudagurinn. Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta, enda einungis tæpar þrjár vikur liðnar af júnímánuði. „Í dag er norðanátt og það rignir á norðausturlandi og svalt veður, en það er þurrt hérna sunnan heiða og hið sæmilegasta veður í dag. Einhverjar sólarglennur og alveg þokkalegur hiti,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Svo ef við kíkjum aðeins áfram þá er á morgun hins vegar útlit fyrir að það verði einhver rigning á sunnanverðu landinu. Skýjað og svalt veður. Ef spár ganga eftir þá ætti miðvikudagurinn að vera skásti dagur vikunnar með sól víða um land, þurrviðri og sól víða.“Er þessu rigningarveðri þá að linna? „Nei eiginlega því miður ekki. Seinni partinn á fimmtudag eða fimmtudagskvöld þá er aftur komin rigning hérna væntanlega á suðvestur og vesturlandi og einhver væta allavega restina af vikunni.“ Höfuðborgarbúar hafa margir kveinkað sér vegna veðurs það sem af er sumri, enda hefur sólin lítið látið sjá sig á suðvesturhorninu. Haraldur segir þó að enn sé ekki öll vön úti. „Júní er náttúrulega rétt rúmlega hálfnaður og fyrsta vikan var mjög góð á norðausturlandi. Annars er þetta búið að vera í slöku meðallagi með hitann og sólarlítið hérna suðvestanlands. Þannig að þetta er já, frekar dapurt sem af er. En það eru nú bara búnar tæpar þrjár vikur af sumri. Við verðum að vona það besta bara.“Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt með morgninum, víða 8-13 m/s í dag. Rigning N- og A-lands og hiti 4 til 9 stig, en rofar til sunnan heiða og hiti 10 til 17 stig. Bætir í vind SA-til undir kvöld. Minnkandi norðlæg átt á morgun og styttir að mestu upp fyrir norðan, en vestlægari S-lands og væta með köflum. Kólnar heldur, einkum um landið S-vert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.Á fimmtudag: Suðvestan 8-13 og léttskýjað á A-verðu landinu, en þykknar upp V-til og fer að rigna seinni partinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.Á föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning SV- og V-lands, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.Á sunnudag: Suðvestlæg átt og dálítil væta, en léttir til um landið A-vert. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Útlit er fyrir að besti dagur vikunnar þegar litið er til veðurs verði miðvikudagurinn. Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta, enda einungis tæpar þrjár vikur liðnar af júnímánuði. „Í dag er norðanátt og það rignir á norðausturlandi og svalt veður, en það er þurrt hérna sunnan heiða og hið sæmilegasta veður í dag. Einhverjar sólarglennur og alveg þokkalegur hiti,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Svo ef við kíkjum aðeins áfram þá er á morgun hins vegar útlit fyrir að það verði einhver rigning á sunnanverðu landinu. Skýjað og svalt veður. Ef spár ganga eftir þá ætti miðvikudagurinn að vera skásti dagur vikunnar með sól víða um land, þurrviðri og sól víða.“Er þessu rigningarveðri þá að linna? „Nei eiginlega því miður ekki. Seinni partinn á fimmtudag eða fimmtudagskvöld þá er aftur komin rigning hérna væntanlega á suðvestur og vesturlandi og einhver væta allavega restina af vikunni.“ Höfuðborgarbúar hafa margir kveinkað sér vegna veðurs það sem af er sumri, enda hefur sólin lítið látið sjá sig á suðvesturhorninu. Haraldur segir þó að enn sé ekki öll vön úti. „Júní er náttúrulega rétt rúmlega hálfnaður og fyrsta vikan var mjög góð á norðausturlandi. Annars er þetta búið að vera í slöku meðallagi með hitann og sólarlítið hérna suðvestanlands. Þannig að þetta er já, frekar dapurt sem af er. En það eru nú bara búnar tæpar þrjár vikur af sumri. Við verðum að vona það besta bara.“Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt með morgninum, víða 8-13 m/s í dag. Rigning N- og A-lands og hiti 4 til 9 stig, en rofar til sunnan heiða og hiti 10 til 17 stig. Bætir í vind SA-til undir kvöld. Minnkandi norðlæg átt á morgun og styttir að mestu upp fyrir norðan, en vestlægari S-lands og væta með köflum. Kólnar heldur, einkum um landið S-vert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.Á fimmtudag: Suðvestan 8-13 og léttskýjað á A-verðu landinu, en þykknar upp V-til og fer að rigna seinni partinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.Á föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning SV- og V-lands, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.Á sunnudag: Suðvestlæg átt og dálítil væta, en léttir til um landið A-vert.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira