Fótbolti

HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda

Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar
Fiskaspa er ein leið til að hefja daginn.
Fiskaspa er ein leið til að hefja daginn. Vísir/Vilhelm
Eftir þjóðhátíðarhelgi þar sem 17. júní var fagnað og nýja þjóðhátíðardeginum þeim 16. júní er kominn mánudagur. En hann er allt annað en manískur, eins og The Bangles sungu um, hér í Kabardinka við Svartahaf. Þátturinn er skotinn nærri ströndinni í tívolígarði.

Óvæntu úrslitin í gær eru til umræðu og sömuleiðis óvæntur 300 þúsunda fylgjendahópur Rúriks Gíslasonar á Instagram. Sænskur njósnari var tekinn í nefið af Suður-Kóreu sem vita að Evrópubúarnir þekkja Asíubúa ekki í sundur, eins og hann sjálfur komst að máli.

Englendingar hefja keppni í dag gegn Túnis og reyna að hrista af sér Nice-þynnkuna. Þjálfari Túnisa sá leikinn í Nice 2016 en segir Englendinga miklu miklu betri núna. Það þurfi bara að klippa á tengingun Dele Alli og Harry Kane. Sjáum til hvort Kane taki hornin.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×