Fótbolti

Reynsluminnsta lið Englands í langan tíma

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gary Cahill (lengst til vinstri) er lang reynslumesti leikmaður Englands
Gary Cahill (lengst til vinstri) er lang reynslumesti leikmaður Englands vísir/getty
Enska landsliðið hefur leik á HM í Rússlandi í dag þegar þeir mæta Túnis í Volgograd. Liðin leika í G-riðli ásamt Belgíu og Panama.

Eins og vanalega er mikil pressa á enska landsliðinu sem er nú undir stjórn Gareth Southgate.

Oftast hefur England mætt til leiks með reynslumeira lið en í ár. Allar líkur eru á að byrjunarlið Southgate í kvöld verði það reynsluminnsta í manna minnum.

Gary Cahill er reynslumesti leikmaðurinn í enska hópnum með 60 A-landsleiki að baki en næstir honum koma þeir Jordan Henderson og Danny Welbeck með 39 leiki hvor. Raheem Sterling (38), Kyle Walker (35) og Ashley Young (34) eru svo skammt undan.

Leikur Túnis og Englands hefst klukkan 18:00.


Tengdar fréttir

Rose: Southgate er harður í horn að taka

Danny Rose, leikmaður Englands og Tottenham Hotspur, segir að Gareth Southgate hafi sýnt það að í sínum öðrum leik með England að hann er harður í horn að taka, en í þeim leik setti hann Wayne Rooney á bekkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×