Fótbolti

Moskítóflugufaraldur bíður íslensku strákanna í næsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Moskítóflugur.
Moskítóflugur. Vísir/Getty
Íslensku fótboltastrákarnir þurfa að hafa áhyggjur af fleiru en hitanum í Volgograd á föstudaginn. Það lítur úr fyrir að það sé moskítóflugufaraldur í borginni.

Enskir miðlar segja frá gríðarlega miklum fjölda moskítófluga bæði á hóteli enska landsliðsins sem og á leikvanginum sjálfum.

Englendingar hefja leik í kvöld á HM í fótbolta í Rússlandi en fyrsti leikur þeirra í keppninni er einmitt í Volgograd. Íslensku strákarnir eru á leiðinni til Volgograd þar sem liðið mun mæta Nígeríu á föstudaginn.

Dan Roan á BBC segir meðal annars frá þessu á Twittersíðu og bendir á umfjöllun Daily Mail.





Daily Mail fjallar nefnilega um málið og segir að heimamenn hafi meðal annars reynt að spraut eitri úr þyrlum yfir keppnisvöllinn.

Moskítóflugur eru algengar í Volgograd bæði vegna hitans og að borgin stendur við Volgu. Það er allt að 20 gráðum heitar í Volgograd en á mörgum öðrum stöðum í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×