Fótbolti

Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Messi í leiknum á laugardag
Messi í leiknum á laugardag Vísir/Getty
Hannes Þór Halldórsson reyndist hetja íslenska landsliðsins síðastliðinn laugardag þegar hann varði vítaspyrnu frá manni sem margir telja einn besta knattspyrnumann sögunnar, Lionel Messi.

Í kjölfar markvörslu Hannesar velta nú margir fyrir sér hvort Messi eigi að vera vítaskytta argentínska liðsins.

Tölfræði Messi á vítapunktinum að undanförnu er hreint ekkert frábær en hann hefur aðeins skorað úr fimm af síðustu tíu vítaspyrnum sínum.

Ef litið er yfir feril Messi; sem er heilt yfir stórkostlegur, kemur í ljós að hann er með ríflega 76% nýtingu af vítapunktinum. Alls hefur hann tekið 103 vítaspyrnur fyrir Barcelona og Argentínu. 79 spyrnur hafa endað í netinu en 24 sinnum hefur Messi klikkað.

Félagi Messi í framlínu Argentínu, Sergio Aguero, er með betri vítanýtingu á ferlinum (81,3%) og skoraði auk þess úr 5 af þeim 6 vítaspyrnum sem hann tók fyrir Man City á nýafstaðinni leiktíð.


Tengdar fréttir

Messi: Mér líður ömurlega

Lionel Messi, leikmaður Argentínu, segiru að honum líði að sjálfsögðu illa með það að hafa klúðrað víti gegn Íslendingum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×