Segir Hannes eiga heima hjá liðum eins og Chelsea eða United Arnar Björnsson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 19:15 Hannes Þór Halldórsson var hetja gærkvöldsins. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson átti frábæran leik í gær í jafnteflinu við tvöfalda heimsmeistara Argentínu. Á meðan Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea, skalf eins og hrísla í markinu hjá Messi og félögum var Hannes eins og sovéskur herforingi í seinni heimsstyrjöldinni, stútfullur af sjálfstrausti og tilbúinn að vinna heiminn. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er búinn að þjálfa Hannes og þekkir vel til hans. Það er ljóst að bæði hann og Hannes unnu heimavinnuna vel fyrir leikinn. Við sáum það eins og svart og hvítt í leiknum í gær, Willie Caballero í vandræðum í markinu hjá Argentínumönnum á meðan Hannes var eins og hershöfðingi í íslenska markinu. „Hannes er að spila með Randers en hinn er að spila með Chelsea. Þess vegna segi ég við þjálfara hjá öðrum liðum um allan heim þennan gæja áttu að vera með í markinu. Mót eftir mót, leik eftir leik á þessu stóra sviði þá er hann að standa sig vel. Hann er með góða unga og efnilega leikmenn sem hjálpa honum að gera hann enn betri á æfingum,“ segir Guðmundur. Sérðu framtíð hann fara eitthvað annað en heim til Randers eftir HM? „Danska deildin er sterkari en menn halda. Í flestum af þessum stóru liðum eins og Chelsea, Bayern München, Manchester United eða Guð má vita hvað eru þrír eða fjórir góðir markmenn og oft eru þeir allir landsliðsmarkmenn. Baráttan er hörð en Hannes á heima þar og það er mitt mat," segir Guðmundsson. „Ég er búinn að segja það lengi. Ég fékk mörg skilaboð í gær frá kollegum sem ég hef unnið með hjá UEFA sem eru markmannsþjálfarar hjá flottum liðum út um allan heim. Þeir sögðu mér að hann hefði ekki bara verið frábær í gær heldur í allri undankeppninni og væri alltaf að koma þeim á óvart. Ef þeir segja það, ekki bara ég, þá er eitthvað til í því,“ sagði stoltur markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson átti frábæran leik í gær í jafnteflinu við tvöfalda heimsmeistara Argentínu. Á meðan Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea, skalf eins og hrísla í markinu hjá Messi og félögum var Hannes eins og sovéskur herforingi í seinni heimsstyrjöldinni, stútfullur af sjálfstrausti og tilbúinn að vinna heiminn. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er búinn að þjálfa Hannes og þekkir vel til hans. Það er ljóst að bæði hann og Hannes unnu heimavinnuna vel fyrir leikinn. Við sáum það eins og svart og hvítt í leiknum í gær, Willie Caballero í vandræðum í markinu hjá Argentínumönnum á meðan Hannes var eins og hershöfðingi í íslenska markinu. „Hannes er að spila með Randers en hinn er að spila með Chelsea. Þess vegna segi ég við þjálfara hjá öðrum liðum um allan heim þennan gæja áttu að vera með í markinu. Mót eftir mót, leik eftir leik á þessu stóra sviði þá er hann að standa sig vel. Hann er með góða unga og efnilega leikmenn sem hjálpa honum að gera hann enn betri á æfingum,“ segir Guðmundur. Sérðu framtíð hann fara eitthvað annað en heim til Randers eftir HM? „Danska deildin er sterkari en menn halda. Í flestum af þessum stóru liðum eins og Chelsea, Bayern München, Manchester United eða Guð má vita hvað eru þrír eða fjórir góðir markmenn og oft eru þeir allir landsliðsmarkmenn. Baráttan er hörð en Hannes á heima þar og það er mitt mat," segir Guðmundsson. „Ég er búinn að segja það lengi. Ég fékk mörg skilaboð í gær frá kollegum sem ég hef unnið með hjá UEFA sem eru markmannsþjálfarar hjá flottum liðum út um allan heim. Þeir sögðu mér að hann hefði ekki bara verið frábær í gær heldur í allri undankeppninni og væri alltaf að koma þeim á óvart. Ef þeir segja það, ekki bara ég, þá er eitthvað til í því,“ sagði stoltur markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30