Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 12:46 Tyrkneski fáninn blakti um skamma stöng yfir Stjórnarráðinu. Vísir/Aðsend Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Hópurinn gagnrýnir stjórnvöld á Íslandi fyrir það hvernig þau hafa haldið á máli Hauks. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum Í fréttatilkynningu frá hópnum segir að óskum fjölskyldu Hauks um að Tyrkir verði krafðir svara um það hvað varð um lík þeirra sem féllu í Afrín hafi utanríkisráðuneytið svarað á þann veg að það fylgi ráðleggingum tyrknesku lögreglunnar og vilji því ekki bera þessa spurningu undir stjórnvöld í Tyrklandi. Þá segir einnig að forsætisráðuneytinið hafi neitað að taka við málinu. Þá gagnrýnir hópurinn einnig hvernig lögreglan hefur haldið á spöðunum í því að komast að afdrifum Hauks. Í tilkynningunni segir þó að fjölskylda Hauks voni að alvöru rannsókn sé að fara af stað, enda sé „nú tekinn við málinu lögreglumaður sem er hvorki heimalningur né hálfviti“ sem hafi hafið alvöru rannsókn. „Viðleitni lögreglunnar breytir þó engu um framgöngu Utanríkisráðuneytisins og Forsætisráðuneytisins í þessu máli og þar sem sú undarlega staða er uppi að tyrkneska lögreglan stjórnar því hvernig íslensk ráðuneyti haga leit sinni að íslenskum ríkisborgara, er vel við hæfi á þjóðhátíðardegi Íslendinga að gera þessi óvæntu valdaskipti sýnileg. Af því tilefni stóð aðgerðahópurinn „Hvar er Haukur" fyrir fánaskiptum á þaki Stjórnarráðsins í dag,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einni að þessi gjörningur kallist á við annan slíkum á vegum anarkista árið 2008 þegar Haukur Hilmarsson flaggaði fána á þaki Stjórnarráðsins. Í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins segir að Íslenskur karlmaður um þrítugt hafi handtekinn á þaki Stjórnarráðsins í morgun þar sem hann hafði tekið þar niður íslenska fánann og dregið upp annan þjóðfána. Var hann færður á lögreglustöð mótþróalaust og bíður nú yfirheyrslu. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Hópurinn gagnrýnir stjórnvöld á Íslandi fyrir það hvernig þau hafa haldið á máli Hauks. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum Í fréttatilkynningu frá hópnum segir að óskum fjölskyldu Hauks um að Tyrkir verði krafðir svara um það hvað varð um lík þeirra sem féllu í Afrín hafi utanríkisráðuneytið svarað á þann veg að það fylgi ráðleggingum tyrknesku lögreglunnar og vilji því ekki bera þessa spurningu undir stjórnvöld í Tyrklandi. Þá segir einnig að forsætisráðuneytinið hafi neitað að taka við málinu. Þá gagnrýnir hópurinn einnig hvernig lögreglan hefur haldið á spöðunum í því að komast að afdrifum Hauks. Í tilkynningunni segir þó að fjölskylda Hauks voni að alvöru rannsókn sé að fara af stað, enda sé „nú tekinn við málinu lögreglumaður sem er hvorki heimalningur né hálfviti“ sem hafi hafið alvöru rannsókn. „Viðleitni lögreglunnar breytir þó engu um framgöngu Utanríkisráðuneytisins og Forsætisráðuneytisins í þessu máli og þar sem sú undarlega staða er uppi að tyrkneska lögreglan stjórnar því hvernig íslensk ráðuneyti haga leit sinni að íslenskum ríkisborgara, er vel við hæfi á þjóðhátíðardegi Íslendinga að gera þessi óvæntu valdaskipti sýnileg. Af því tilefni stóð aðgerðahópurinn „Hvar er Haukur" fyrir fánaskiptum á þaki Stjórnarráðsins í dag,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einni að þessi gjörningur kallist á við annan slíkum á vegum anarkista árið 2008 þegar Haukur Hilmarsson flaggaði fána á þaki Stjórnarráðsins. Í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins segir að Íslenskur karlmaður um þrítugt hafi handtekinn á þaki Stjórnarráðsins í morgun þar sem hann hafði tekið þar niður íslenska fánann og dregið upp annan þjóðfána. Var hann færður á lögreglustöð mótþróalaust og bíður nú yfirheyrslu.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29
Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29