Tyrkneski fáninn dreginn að húni stjórnarráðsins til að minna á Hauk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 12:46 Tyrkneski fáninn blakti um skamma stöng yfir Stjórnarráðinu. Vísir/Aðsend Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Hópurinn gagnrýnir stjórnvöld á Íslandi fyrir það hvernig þau hafa haldið á máli Hauks. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum Í fréttatilkynningu frá hópnum segir að óskum fjölskyldu Hauks um að Tyrkir verði krafðir svara um það hvað varð um lík þeirra sem féllu í Afrín hafi utanríkisráðuneytið svarað á þann veg að það fylgi ráðleggingum tyrknesku lögreglunnar og vilji því ekki bera þessa spurningu undir stjórnvöld í Tyrklandi. Þá segir einnig að forsætisráðuneytinið hafi neitað að taka við málinu. Þá gagnrýnir hópurinn einnig hvernig lögreglan hefur haldið á spöðunum í því að komast að afdrifum Hauks. Í tilkynningunni segir þó að fjölskylda Hauks voni að alvöru rannsókn sé að fara af stað, enda sé „nú tekinn við málinu lögreglumaður sem er hvorki heimalningur né hálfviti“ sem hafi hafið alvöru rannsókn. „Viðleitni lögreglunnar breytir þó engu um framgöngu Utanríkisráðuneytisins og Forsætisráðuneytisins í þessu máli og þar sem sú undarlega staða er uppi að tyrkneska lögreglan stjórnar því hvernig íslensk ráðuneyti haga leit sinni að íslenskum ríkisborgara, er vel við hæfi á þjóðhátíðardegi Íslendinga að gera þessi óvæntu valdaskipti sýnileg. Af því tilefni stóð aðgerðahópurinn „Hvar er Haukur" fyrir fánaskiptum á þaki Stjórnarráðsins í dag,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einni að þessi gjörningur kallist á við annan slíkum á vegum anarkista árið 2008 þegar Haukur Hilmarsson flaggaði fána á þaki Stjórnarráðsins. Í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins segir að Íslenskur karlmaður um þrítugt hafi handtekinn á þaki Stjórnarráðsins í morgun þar sem hann hafði tekið þar niður íslenska fánann og dregið upp annan þjóðfána. Var hann færður á lögreglustöð mótþróalaust og bíður nú yfirheyrslu. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Aðgerðarhópurinn Hvar er Haukur? dró tyrkneska fánann að húni Stjórnarráðsins í dag til þess að minna á enginn sönnun sé fyrir því að Haukur Hilmarsson hafi látist í Sýrlandi. Hópurinn gagnrýnir stjórnvöld á Íslandi fyrir það hvernig þau hafa haldið á máli Hauks. Karlmaður var handtekinn í aðgerðunum Í fréttatilkynningu frá hópnum segir að óskum fjölskyldu Hauks um að Tyrkir verði krafðir svara um það hvað varð um lík þeirra sem féllu í Afrín hafi utanríkisráðuneytið svarað á þann veg að það fylgi ráðleggingum tyrknesku lögreglunnar og vilji því ekki bera þessa spurningu undir stjórnvöld í Tyrklandi. Þá segir einnig að forsætisráðuneytinið hafi neitað að taka við málinu. Þá gagnrýnir hópurinn einnig hvernig lögreglan hefur haldið á spöðunum í því að komast að afdrifum Hauks. Í tilkynningunni segir þó að fjölskylda Hauks voni að alvöru rannsókn sé að fara af stað, enda sé „nú tekinn við málinu lögreglumaður sem er hvorki heimalningur né hálfviti“ sem hafi hafið alvöru rannsókn. „Viðleitni lögreglunnar breytir þó engu um framgöngu Utanríkisráðuneytisins og Forsætisráðuneytisins í þessu máli og þar sem sú undarlega staða er uppi að tyrkneska lögreglan stjórnar því hvernig íslensk ráðuneyti haga leit sinni að íslenskum ríkisborgara, er vel við hæfi á þjóðhátíðardegi Íslendinga að gera þessi óvæntu valdaskipti sýnileg. Af því tilefni stóð aðgerðahópurinn „Hvar er Haukur" fyrir fánaskiptum á þaki Stjórnarráðsins í dag,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einni að þessi gjörningur kallist á við annan slíkum á vegum anarkista árið 2008 þegar Haukur Hilmarsson flaggaði fána á þaki Stjórnarráðsins. Í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins segir að Íslenskur karlmaður um þrítugt hafi handtekinn á þaki Stjórnarráðsins í morgun þar sem hann hafði tekið þar niður íslenska fánann og dregið upp annan þjóðfána. Var hann færður á lögreglustöð mótþróalaust og bíður nú yfirheyrslu.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29 Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. 15. júní 2018 11:29
Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29