Fótbolti

Íslenskt djamm fram á rauða nótt í Moskvu eftir leik

Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar
Íslenskir stuðningsmenn fjölmenntu í risapartý Tólfunnar og Tripical í gærkvöldi eftir jafnteflið sögulega gegn Argentínu í Moskvu. Þar mátti sjá ýmis kunnugleg andliti en eitt áttu þau öll sameiginlegt. Þau voru brosandi. 

Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Ragnar Jónsson, sem eru í hlutverki fararstjóra fyrir Tripical, mættu á svæðið og spiluðu nokkur lög. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið  undir eins og heyra má í brotinu hér að neðan.

 

Plötusnúðurinn Dóra Júlía spilaði danstónlist fyrir gesti og Högni Egilsson mætti um eittleytið að staðartíma og söng fyrir gesti. Þá var eitthvað farið að tínast úr partýinu en síðustu menn héldu út í nóttina þegar sólin var farin að kíkja í heimsókn.

Blaðamaður Vísis þurfti ekki að pína sig á svæðið til að fagna úrslitum dagsins með löndum sínum. Auðvitað var myndavélin með í för og má sjá myndir frá stemmningunni hér að neðan.

Bræðurnir Jón Ragnar og Friðrik Dór ásamt föður sínum Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×