Fótbolti

Þjálfarateymi Íslands með þrjá aðstoðarmenn í stúkunni

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Sveinbjörn, Dagur og Freyr í stúkunni í Argentínuleiknum.
Sveinbjörn, Dagur og Freyr í stúkunni í Argentínuleiknum. vísir/hbg
Strákarnir á bekknum hjá íslenska landsliðinu voru í góðu sambandi við menn í stúkunni meðan á leiknum gegn Argentínu stóð.

Upp í stúku sátu þeir Freyr Alexandersson, Dagur Sveinn Dagbjartsson og Sveinbjörn Brandsson læknir með stór höfuðtól til þess að geta rætt við menn á bekknum.

Helgi Kolviðsson aðstoðarþjálfari var í sambandi við þá Frey og Dag en læknarnir á bekknum voru í sambandi við Sveinbjörn.

Freyr og Dagur voru með tölvur sem gera þeim kleift að skoða atvik hægt og búa til klippur ef þeir vildu. Þeir gátu greint leikinn í ræmur á meðan honum stóð.

Dagur Sveinn situr hér fyrir framan tölvurnar þrjár þar sem má gera ýmsar kúnstir. Þeir eru einnig með vígaleg höfuðtól svo þeir geti talað við menn á bekknum.vísir/hbg
Sveinbjörn var með svipaða græju þar sem hann gat séð allt í hægri endursýningu. Eykur á öryggið að hann geti skoðað ef grunur er um að einhver hafi til að mynda fengið höfuðhögg.

Þeir byrjuðu að prófa sig áfram með þessa tækni í vináttulandsleiknum í Laugardalnum fyrir HM. Þá gekk það vel og bæði Heimir og Freyr töluðu um að það væri gott að hafa augu ofar á vellinum til þess að benda á ákveðna hluti.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×