HM mögulega búið hjá Jóhanni Berg Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 09:55 Jóhann Berg í baráttunni á Spartak-leikvanginum í gær. Vísir/Kolbeinn Tumi Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í síðari hálfleik gegn Argentínu í gær. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi eftir leik að kantmaðurinn knái væri líkast til tognaður í kálfa. Hann tjáði svo blaðamönnum í morgun að Jóhann Berg væri í myndatöku og átti ekki von á því að Jói myndi spila gegn Nígeríu á föstudaginn. Jóhann Berg fór í jörðina að því virtist án snertingar um miðjan seinni hálfleikinn í gær. Hann lagðist niður og var greinilegt að eitthvað mikið var að. Rúrik Gíslason var kallaður til og fyllti í skarðið. „Jói fór í skann í morgun og við fáum eitthvað út úr því seinna í dag,“ sagði Heimir. Hann reiknar ekki með honum í leikinn gegn Nígeríu eins og staðan er núna „Nei, ég myndi segja að fyrsta hugsun sé að hann verði meiddur í næsta leik, verði ekki búinn að ná sér .Maður veit aldrei. Kannski er þetta sambland af krampa og tognun.“ Í leikslok var ljóst að Jóa var vel brugðið, hann felldi tár á meðan aðrir leikmenn og starfsfólk KSÍ fagnaði unnu stigi með stuðningsmönnum. Greinilegt á Jóa að miklar tilfinningar voru í gangi og möguleiki á að HM-ævintýri hans væri úti. Þjálfarateymi landsliðsins bíður niðurstöðu úr myndatökunni í dag. Jóhann Berg hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands í undankeppninni, skoraði mikilvæg mörk og ein okkar allra mesta ógn í sóknarleiknum. Þá hefur hann bætt varnarleik sinn mikið og er orðinn hörkuvarnarmaður í landsliðinu. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í síðari hálfleik gegn Argentínu í gær. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði á blaðamannafundi eftir leik að kantmaðurinn knái væri líkast til tognaður í kálfa. Hann tjáði svo blaðamönnum í morgun að Jóhann Berg væri í myndatöku og átti ekki von á því að Jói myndi spila gegn Nígeríu á föstudaginn. Jóhann Berg fór í jörðina að því virtist án snertingar um miðjan seinni hálfleikinn í gær. Hann lagðist niður og var greinilegt að eitthvað mikið var að. Rúrik Gíslason var kallaður til og fyllti í skarðið. „Jói fór í skann í morgun og við fáum eitthvað út úr því seinna í dag,“ sagði Heimir. Hann reiknar ekki með honum í leikinn gegn Nígeríu eins og staðan er núna „Nei, ég myndi segja að fyrsta hugsun sé að hann verði meiddur í næsta leik, verði ekki búinn að ná sér .Maður veit aldrei. Kannski er þetta sambland af krampa og tognun.“ Í leikslok var ljóst að Jóa var vel brugðið, hann felldi tár á meðan aðrir leikmenn og starfsfólk KSÍ fagnaði unnu stigi með stuðningsmönnum. Greinilegt á Jóa að miklar tilfinningar voru í gangi og möguleiki á að HM-ævintýri hans væri úti. Þjálfarateymi landsliðsins bíður niðurstöðu úr myndatökunni í dag. Jóhann Berg hefur verið einn allra besti leikmaður Íslands í undankeppninni, skoraði mikilvæg mörk og ein okkar allra mesta ógn í sóknarleiknum. Þá hefur hann bætt varnarleik sinn mikið og er orðinn hörkuvarnarmaður í landsliðinu. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira