Fótbolti

Sumarmessan: Einkunnaspjald sem maður væri stoltur af

Dagur Lárusson skrifar
Sumarmessan hélt göngu sinni áfram í gær en þá fjölluðu þeir félagar aðallega um leik  Argentínu og Íslands sem endaði 1-1.

Leikmenn Íslands stóðu sig eins og hetjur í leiknum og börðust eins og grenjandi ljón, sérstaklega í seinni hálfleiknum og fengu þeir góðar einkunnir á öllum vefsíðum.

Sumarmessan vildi vera með í einkunnargjöf Íslendinga og gáfu þeir félagar Hannesi hæstu einkunn eða 10.Næstur á eftir Hannesi var Alfreð Finnbogason sem skoraði mark Íslands en hann fékk 9 í einkunn. Allir aðrir leikmenn Íslands fengu 8 í einkunn, fyrir utan Jóa Berg sem þurfti að fara meiddur af velli.

„Ég skal bera fulla ábyrgð á þessari einkunnargjöf“, sagði Hjörvar.

„Maður hefði verið stoltur af þessu í skólanum hér í gamla daga,“ sagði Jón Þór Hauksson.

Einkunnargjöf Sumarmessunar verður fastur liður hjá Benedikt og félögum eftir leiki Íslands í sumar en myndbandið í held sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Þrír íslenskir í liði gærdagsins á HM

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik þjóðanna á HM í fótbolta í gær. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×