Fótbolti

Hannes er maðurinn sem stoppar goðsagnir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hannes Þór las Messi eins og opna bók og varði spyrnu töframannsins.
Hannes Þór las Messi eins og opna bók og varði spyrnu töframannsins. Vísir/Getty
Hannes Þór Halldórsson er sá sem stal senunni í leik Íslands og Argentínu á HM í dag þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi.

Eftir frábæra frammistöðu Hannesar sem tók varla feilspor í leiknum hefur skemmtileg tölfræði verið að ganga um Twitter.

Lionel Messi átti 11 skot í leiknum í dag en hann náði ekki að skora mark.

Fyrir tveimur árum síðan mætti Ísland hinum besta leikmanni heims, Cristiano Ronaldo, í opnunarleik sínum á EM í Frakklandi. Þar átti Ronaldo líka 11 skot en hann kom boltanum ekki framhjá Hannesi Þór.



 

Hannes fær mikið lof í umfjöllun erlendra fjölmiðla um leikinn og er hann einn helsti punktur umfjölllunar breska blaðsins Guardian.

„Frábært augnablik Halldórssonar, sem leikstýrði atriði Íslands í Eurovision fyrir sex árum en hefur nú varið vítaspyrnu frá Messi fyrir framan milljónir manna og allra þeirra sem hafa aðgang að Youtube,“ sagði í umfjölluninni.

Þá skrifaði argentínska blaðið La Nacion grein sem snérist um leikstjóraferil Hannesar og minntist á það að hann hafi leikstýrt Coca Cola auglýsingunni fyrir mótið áður en hann fór og varði frá besta knattspyrnumanni heims.


Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×