Fótbolti

Niðurbrotinn Jói Berg tognaður á kálfa

Kolbeinn Tumi Daðason á Spartak-leikvanginum skrifar
Jóhann Berg með tárin í augunum eftir leik, væntanlega áhyggjufullur að hans þátttöku í keppninni sé lokið.
Jóhann Berg með tárin í augunum eftir leik, væntanlega áhyggjufullur að hans þátttöku í keppninni sé lokið. Vísir/Getty
Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli um miðjan síðari hálfleik eftir að hafa tognað í kálfa. Jóhann Berg lagðist í grasið án sýnilegrar snertingar og var strax farið í að gera Rúrik Gíslason kláran í að koma inn á.

Íslensku strákarnir fögnuðu jafnteflinu í leikslok með stuðningsmönnum en Jóhann Berg stóð álengdar, greinilega í sárum. Leikmenn og starfsmenn KSÍ komu til hans hver á fætur öðrum og reyndu að hughreysta hann.

„Við vonum að þetta sé krampi eða eitthvað þvíumlíkt. Það kemur ekkert í ljós fyrr en eftir einn til tvo daga,“ sagði Heimir.

„Vonandi ekki eins alvarlegt og getur orðið þegar maður tognar án nokkurrar snertingar.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×