Fótbolti

Helgi: Alfreð verið í banastuði, erum með fullt magasín á bekknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Heimir og Helgi treysta á Alfreð
Heimir og Helgi treysta á Alfreð vísir/vilhelm
Byrjunarlið Íslands gegn Argentínu er klárt og stærstu fréttirnar eru að Aron Einar Gunnarsson byrjar leikinn og Alfreð Finnbogason er fremsti maður.

Margir höfðu giskað á það að Jón Daði Böðvarsson myndi byrja sem fremsti maður en Alfreð varð fyrir valinu hjá Heimi Hallgrímssyni og Helga Kolviðssyni.

„Þetta er eins og við viljum byrja leikinn. Við viljum hafa ákveðna menn sem við getum svo sett inn þegar líður á leikinn,“ sagði Helgi í viðtali við RÚV nú rétt í þessu.

„Alfreð er í banastuði, hefur sýnt það bæði í Bundesligunni og með okkur. Við erum með fullt magasín á bekknum sem við getum hlaðið í þegar líður á leikinn.“

Íslenska starfsliðið hefur legið yfir myndböndum af argentínska liðinu og skoðað það í þaula. Helgi sagði þá vera búna að finna ákveðin svæði sem íslenska liðið getur spilað upp í. Þeir standi hátt á vellinum og svæði geti skapast fyrir aftan vörnina.

Þá er pressan á Argentínumönnum í leiknum, ekki Íslendingum.

Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 13:00 og er í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×