Fótbolti

Stan Collymore tók Víkingaklappið með Tólfunni fyrir utan völlinn | Myndband

Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar
Hressir
Hressir
Stan Collymore, fyrrverandi leikmaður Liverpool, heldur áfram að fylgjast með ævintýrum íslenska fótboltalandsliðsins en hann er mættur á Spartak-völlinn þar sem okkar menn mæta Argentínu klukkan 16.00.

Collymore gerði þátt um íslenska landsliðið þegar að hann kom til landsins og sá leikinn á móti Kósóvó en sigurinn þar tryggði okkar mönnum sæti á HM.

Nú er hann mættur að fylgjast með strákunum okkar mæta Messi og auðvitað tók hann Víkingaklappið með Tólfunni fyrir utan völlinn eins og sjá má í myndbandi sem hann setti á Twitter-síðu sína rétt áðan.

Fylgstu með beinni textalýsingu Vísis þar sem upphitun er löngu hafin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×