Fótbolti

Gylfi tapaði spurningakeppninni en vinnur hann þá leikinn?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ramiro Funes Mori og Gylfi Þór Sigurðsson.
Ramiro Funes Mori og Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Youtube/Everton FC
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er bæði með íslenskan og argentínskan leikmann innan sinna raða og menn þar á bæ nýttu tækifærið til að láta þá félaga keppa í spurningakeppni í tilefni af leiks Íslands og Argentínu á HM í fótbolta í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson keppti þar við Ramiro Funes Mori sem er 27 ára miðvörður sem hefur verið í kringum argentínska landsliðið síðustu ár og á að baki 19 landsleiki.







Ramiro Funes Mori var í 35 manna úrvalshópi Argentínu fyrir HM en var ekki valinn í lokahópinn. Gylfi glímdi við meiðsli á lokakafla tímabilsins en náði sér góðum og var valinn í lokahóp Íslands.

Spurningkeppnin snérist um hversu mikið þeir félagar vissu um þjóð, landslið eða land hvors annars.

Gylfi spurði Ramiro Funes Mori út í hluti tengda sér og Íslandi en Ramiro Funes Mori spurði síðan Gylfa á móti út í hluti tengda Argentínu.

Þetta var mjög jöfn keppni. Gylfi byrjaði reyndar mjög vel en gaf svo eftir. Það þurfti síðan að grípa til bráðabana. Gylfi varð að sætta sig við tap en það þýðir bara vonandi að hann fagni þá bara sigri í leiknum.

Það má sjá alla spurningakeppnina hé fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×