Fótbolti

JóiPé og Króli spilaðir fyrir utan Spartak-völlinn

Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar
Íslenskir stuðningsmenn á leið á leikinn.
Íslenskir stuðningsmenn á leið á leikinn. vísri/tom
Stuðningsmenn Argentínu og Íslands eru fyrir löngu byrjaðir að streyma á völlinn í Moskvu þar sem að blásið verður til leiks klukkan 16.00 að staðar tíma.

Vísir er byrjaður að hita upp í beinni textalýsingu sinni en hana má finna hér. Þar má fá stemninguna beint í æð.

Gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða starfar við leikinn og í hinum ýmsu störfum. Margir hverjir hafa það eina verkefni að vísa fólki áfram og halda uppi stuðinu.

Einn ágætur maður situr í stól og spilar tónlist við og við í gjallarhorn og hann skellti Í átt að tunglinu á fóninn þegar að einn íslenskur fjölmiðlamaður bað um það. Ekki málið að fá smá íslenska stemningu eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×