Fótbolti

Nokkur hundruð Argentínumenn nú þegar mættir á völlinn

Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar
Argentínumenn hressir fyrir utan Spartak-völlinn í Moskvu
Argentínumenn hressir fyrir utan Spartak-völlinn í Moskvu vísir/Vilhelm
Stuðningsmenn argentínska landsliðsins í fótbolta hafa verið gríðarlega áberandi í Moskvu undanfarna tvo daga og er ljóst að argentínska liðið mun fá góðan stuðning á móti Íslandi í dag.

Argentínumennirnir sungu og dönsuðu við Rauða torgið hér í Moskvu í gærkvöldi og fengu alla með sér í gleðina, meira að segja nokkra Íslendinga sem tóku Víkingaklappið með þeim argentínsku.

Nú þegar eru svo um 200 stuðningsmenn Argentínu mættir fyrir utan Spartak-völlinn þrátt fyrir að sjö og hálfur tími séu þar til að flautað verður til leiks. Það má búast við fleiri Argentínumönnum þegar að nær dregur.

Argentínska landsliðið er undir mikilli pressu enda væntingarnar miklar eftir að liðið tapaði í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu

Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú,hú, segir Andri Þór Þrastarson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×