Fótbolti

HM í dag: Hið endalausa vanmat og jafnvel vanvirðing

Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar
16. júní verður vonandi nýr þjóðhátíðardagur Íslands, nái landsliðið sögulegum úrslitum gegn Argentínu.
16. júní verður vonandi nýr þjóðhátíðardagur Íslands, nái landsliðið sögulegum úrslitum gegn Argentínu. Vísir/Hjalti
Þáttur dagsins er sendur út í „HM-stofunni“ á Hótel Peking í Moskvu þar sem dagur er runninn. Sólin er komin til að bjóða nýjan dag og það skullu engar hökur í gólfið þegar hún var mætt áður en morgunhressasti Íslendingurinn á svæðinu rumskaði.

Kolbeinn Tumi og Tómas Þór eru á léttum nótum sem fyrr en þó með meiri alvöru enda alvaran framundan. Leikur við Argentínu klukkan fjögur að staðartíma, eitt að íslenskum tíma.

Í þættinum er rýnt í byrjunarliðin tvö og hugarfar strákanna okkar sem yrðu hundfúlir með nokkra aðra niðurstöðu en stig, hvort sem er eitt eða þrjú. Hvers vegna tilkynnti Sampioli byrjunarliðið í gær? Af hverju mættu þeir ekki á keppnisleikvanginn? Hvort byrjar Alfreð eða Jón Daði?

Þetta og margt fleira í þætti dagsins, áfram Ísland!

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×