Fótbolti

Byrjunarlið Argentínu klárt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þessi verður í holunni á móti Íslandi
Þessi verður í holunni á móti Íslandi vísir/getty
Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari Argentínu, gerir hlutina ekki eins og allir aðrir og hann er búinn að gefa byrjunarlið Argentínu út fyrir leikinn gegn Íslandi, tæpum sólarhring áður en leikurinn fer af stað.

Almenn regla er að byrjunarliðin séu gerð opinber klukkutíma fyrir leik, en Sampaoli nennir ekki að bíða með þetta og staðfesti liðið á blaðamannafundi sínum í Moskvó í dag.

Byrjunarliðið er skipað þeim Willy Caballero, Eduardo Salvio, Nicolas Otamendi, Marcos Rojo, Nicolas Tagliafico, Lucas Biglia, Javier Mascherano, Lionel Messi, Maximiliano Meza, Angel di Maria og Sergio Aguero.

Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 13:00 á morgun á Spartak vellinum í Moskvu og verður í beinni textalýsingu á Vísi.



 






Tengdar fréttir

Lítið talað um Ísland á blaðamannafundi Argentínumanna

Blaðamannafundur argentínska landsliðsþjálfarans var sérstakur. Hann gaf upp byrjunarliðið fyrir morgundaginn og þurfti hann varla að svara neinum spurningum um íslenska liðið. Argentínskir blaðamenn virðast ekki hafa miklar áhyggjur af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×