Segir Landspítalann finna rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2018 16:39 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Vísir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir spítalann finna rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skortir tilfinnanlega hjúkrunarfræðingar. Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. Í pistlinum setur Páll þetta í samhengi við það að í dag séu 98 ár frá því að hornsteinn var lagður að Landspítala við Hringbraut. Rúmum fjórum árum síðar, í desember 1930, lagðist svo fyrsti sjúklingurinn inn og fljótlega varð ljóst að byggja þurfti við spítalann. „Þetta er í raun saga heilbrigðsþjónustunnar, stórstígar framfarir kalla á sífellt meiri og sérhæfðari þjónustu, á sama tíma og öldruðum og lang- og fjölveikum fjölgar. Þörfin fyrir aukinn mannafla í heilbrigðisstéttum er gríðarlegur og í sumar finnum við rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum og þurfum að draga úr starfsemi vegna hans. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt starfsstétt um allan heim og það er verulegt áhyggjuefni, raunar ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið hversu fáir velja sér þennan spennandi starfsvettvang. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því þegar fyrsta hjúkrunarkonan steig á land á Íslandi upp úr aldamótunum 1900 var haft á orði að þær hefðu nú þurft að vera tvær,“ segir Páll. Áður hafði hann greint frá því að vegna skorts á hjúkrunarfræðingum myndu sumarlokanir á spítalanum hafa meiri áhrif á starfsemi spítalans þetta sumar heldur en fyrri sumur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir spítalann finna rækilega fyrir því í sumar að hér á landi skortir tilfinnanlega hjúkrunarfræðingar. Í vikulegum forstjórapistli sínum á vef spítalans segir Páll að það sé verulegt áhyggjuefni, og í raun ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið, hversu fái velji sér þennan starfsvettvang. Í pistlinum setur Páll þetta í samhengi við það að í dag séu 98 ár frá því að hornsteinn var lagður að Landspítala við Hringbraut. Rúmum fjórum árum síðar, í desember 1930, lagðist svo fyrsti sjúklingurinn inn og fljótlega varð ljóst að byggja þurfti við spítalann. „Þetta er í raun saga heilbrigðsþjónustunnar, stórstígar framfarir kalla á sífellt meiri og sérhæfðari þjónustu, á sama tíma og öldruðum og lang- og fjölveikum fjölgar. Þörfin fyrir aukinn mannafla í heilbrigðisstéttum er gríðarlegur og í sumar finnum við rækilega fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum og þurfum að draga úr starfsemi vegna hans. Hjúkrunarfræðingar eru eftirsótt starfsstétt um allan heim og það er verulegt áhyggjuefni, raunar ein stærsta ógn við heilbrigðiskerfið hversu fáir velja sér þennan spennandi starfsvettvang. Þetta er þó ekki nýtt vandamál því þegar fyrsta hjúkrunarkonan steig á land á Íslandi upp úr aldamótunum 1900 var haft á orði að þær hefðu nú þurft að vera tvær,“ segir Páll. Áður hafði hann greint frá því að vegna skorts á hjúkrunarfræðingum myndu sumarlokanir á spítalanum hafa meiri áhrif á starfsemi spítalans þetta sumar heldur en fyrri sumur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanleg bið vegna álags 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira