Fótbolti

600 blaðamenn og uppselt á leikinn á morgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fjöldinn á blaðamannafundi Íslands í morgun
Fjöldinn á blaðamannafundi Íslands í morgun vísir/vilhelm
Uppselt er á leik Íslands og Argentínu samkvæmt staðfestum upplýsingum beint frá okkar mönnum í Rússlandi. Leikurinn er risastór á alla mælikvaða, meðal annars hvað fjölmiðla varðar, og er mikill áhugi á landsliðinu.

Heilir 600 blaðamenn verða á leiknum, 250 ljósmyndarar og jafn margir lýsendur í sjónvarpi eða útvarpi. Fyrir leik hafa 10 sjónvarpsstöðvar aðgang að vellinum og 12 sjónvarpsstöðvar sem eru rétthafar að HM í sínu landi verða með viðtöl eftir leik.

Þetta eru all svaðalegar tölur en koma kannski ekki svo mikið á óvart þar sem öll heimsbyggðin hefur heillast af íslensku sögunni.

Jú, og svo er hann Lionel Messi litli þarna líka.

Vísir á að sjálfsögðu sína fulltrúa í þessum hópi 600 blaðamanna og verður með beina textalýsingu af leiknum og viðbrögð eftir hann. Leikur Íslands og Argentínu hefst klukkan 13:00 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×