Innlent

Málefnasamningur nýs meirihluta í Kópavogi kynntur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri
Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri Vísir/Arnþór/Anton
Áhersla er lögð á stefnumótun í mennta- og ferðamálum, aukið framboð á félagslegu húsnæði og bætt starfsumhverfi kennara og starfsfólks í leik- og grunnskólum í málefnasamningi nýs meirihluta í Kópavogi. Málefnasamningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í gær.

Málefnasamningurinn skiptist í níu hluta: Skóla- og menntamál, eldri borgara, velferðarmál, íþrótta- og æskulýðsmál, umhverfismál, samgöngur, skipulagsmál, rekstur- og stjórnsýslu og skemmtilegri bær.

Í samningum er einnig sett áhersla á flokkun sorps og vistvæna orkugjafa í umhverfismálum og heilsueflingu eldri borgara. Í efri byggðum á að opna lestrar- og menningarmiðstöð og þá verður umhverfi Hamraborgarsvæðsiins bætt. Skattar og gjöld verða lækkuð, skilvirkni stjórnsýslu aukin og skuldir bæjarsjóðs lækkaðar.

Ármann Kr. Ólafsson verður bæjarstjóri Kópavogs, Birkir Jón Jónsson verður formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar verður Margrét Friðriksdóttir.

„Málefnasamningurinn er ítarlegur og kannski fyrst og fremst verkefnalisti fyrir komandi kjörtímabil þar sem leitast er við að bæta þjónustu við íbúana. Sérstök áhersla er lögð á leik- og grunnskólana um leið og mikið er lagt upp úr snjallvæðingu stjórnsýslunnar og annarrar þjónustu,“ er haft eftir Ármanni í tilkynningu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×