Fótbolti

Ekki hægt annað en að elska okkur Íslendinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum.
Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson voru spurður út í þann góðan stuðning sem íslenska liðið fær frá öðrum þjóðum en Íslandi.

Aron Einar fagnaði þessu og sagði að íslenska liðið væri í hlutverki litla liðsins á mótinu.

Heimir fagnaði miklum áhuga á íslenska landsliðinu og talaði um hversu gaman var að sjá svona marga fjölmiðlamenn á blaðamannfundinum.

Heimir er líka með ástæðuna fyrir því af hverju svona margar þjóðir halda með Íslandi á HM í Rússlandi.

„Það er ekki hægt annað en að elska Ísland,“ svaraði Heimir. „Okkur finnst gaman að svo fámenn þjóð geti komist í lokakeppni HM. Sýnir af hverju fótbolti er svona vinsæll, segir Heimir.

„Við höfum ekki ráðist á neinn eða farið í stríð við neinn,“ sagði Heimir. Hann nefndi reyndar eitt dæmi úr Þorskastríðinu en annað væri það ekki.

„Við erum falleg þjóð, brosandi og fallegt fólk. Það er ekki hægt annað en að elska okkur Íslendinga,“ sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×