Fótbolti

Sumarmessan: Vantaði skýrari línur í undirbúning Íslands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sumarmessan, sérstakur þáttur um HM í fótbolta, var frumsýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Verður hann í lok hvers dags þar sem Benedikt Valsson og góðir gestir fara yfir málin.

Benedikt kynnti inn sérstakan dagskrárlið í gær sem heitir Dynamo þrasið þar sem þrasað verður um hitt og þetta. Fyrsta þrasið í gær var undirbúningur Íslands.

„Að mínu mati fengum við frábæran undirbúning, við fengum frábæra leiki til þess að stilla okkar strengi fyrir heimsmeistarakeppnina. En ég hefði viljað sjá skýrari línur með uppstillingu og annað, hverjir eru að fara að byrja leikina,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson.

„Ég get verið sammála þessu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Annað sem að maður hefur heyrt, hefði undirbúningurinn átt að fara fram annars staðar? Í loftslagi sem er líkara því sem við erum að fara í, ekki á lélegum Laugardalsvelli. Þessu hefur verið kastað fram, hvort það hefði verið betra að vera í mið Evrópu.“

„Við megum heldur ekki gleyma því að það sem hefur komið okkur þetta langt er þetta stolt, að vera á Íslandi og spila fyrir Ísland,“ svaraði Jóhannes Karl. „Það er hluti af því, að upplifa stemminguna hér heima og taka það með sér til Rússlands.“

Þeir þrösuðu einnig um mál Spánverja sem ráku þjálfarann tveimur dögum í fyrsta leik, markmannamál Íslands og fleira. Þetta skemmtilega innslag má sjá í sjónvarpsglugganum í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×