Sumarmessan: Aron eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2018 13:30 Byrjar Aron eða byrjar hann ekki. Það er spurningin. vísir/vilhelm Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. Strákarnir í Sumarmessunni, sem var frumsýnd á Stöð 2 Sport í gærkvöld, ræddu mál fyrirliðans og hvort hann myndi vera í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks á morgun. „Ég tel hann vera alvöru íslenskan víking sem að verður klár í þennan leik. Hann verður klár í að byrja þennan leik og leiða liðið út í fyrsta leik okkar á HM,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, einn spekinga þáttarins. „Jói er gamall miðjumaður og þekkir hversu gríðarlegt álag það er að spila á miðri miðjunni, ég tala nú ekki um á móti liði eins og Argentínu. Þetta er eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur á móti Argentínu eftir að hafa verið frá í allan þennan tíma,“ sagði Hjörvar Hafliðason og tók Jóhannes undir það, hann býst ekki við því að fyrirliðinn taki allan leikinn en taldi gríðarlega mikilvægt að hann sé í byrjunarliðinu. Gylfi Þór Sigurðsson, ein skærasta stjarnan í liði sem annars er byggt á liðsheild frekar en stjörnustælum, er einnig að koma til baka eftir meiðsli. Hann er þó aðeins á undan Aroni í ferlinu og spilaði meðal annars í báðum æfingaleikjum Íslands á Laugardalsvelli í upphafi mánaðar. „Ekki nokkrar áhyggjur af honum,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann sýndi okkur það í æfingaleikjunum að hann er klár í slaginn og rúmlega það, virðist bara vera nokkuð ferskur.“ „Okkar besti leikmaður og skiptir okkur miklu máli, ég held að hann sé klár í slaginn.“ Ísland mætir Argentínu á Spartak vellinum í Moskvu á morgun, laugardaginn 16. júní, klukkan 13:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Handbolti Fleiri fréttir Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sjá meira
Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. Strákarnir í Sumarmessunni, sem var frumsýnd á Stöð 2 Sport í gærkvöld, ræddu mál fyrirliðans og hvort hann myndi vera í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks á morgun. „Ég tel hann vera alvöru íslenskan víking sem að verður klár í þennan leik. Hann verður klár í að byrja þennan leik og leiða liðið út í fyrsta leik okkar á HM,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, einn spekinga þáttarins. „Jói er gamall miðjumaður og þekkir hversu gríðarlegt álag það er að spila á miðri miðjunni, ég tala nú ekki um á móti liði eins og Argentínu. Þetta er eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur á móti Argentínu eftir að hafa verið frá í allan þennan tíma,“ sagði Hjörvar Hafliðason og tók Jóhannes undir það, hann býst ekki við því að fyrirliðinn taki allan leikinn en taldi gríðarlega mikilvægt að hann sé í byrjunarliðinu. Gylfi Þór Sigurðsson, ein skærasta stjarnan í liði sem annars er byggt á liðsheild frekar en stjörnustælum, er einnig að koma til baka eftir meiðsli. Hann er þó aðeins á undan Aroni í ferlinu og spilaði meðal annars í báðum æfingaleikjum Íslands á Laugardalsvelli í upphafi mánaðar. „Ekki nokkrar áhyggjur af honum,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann sýndi okkur það í æfingaleikjunum að hann er klár í slaginn og rúmlega það, virðist bara vera nokkuð ferskur.“ „Okkar besti leikmaður og skiptir okkur miklu máli, ég held að hann sé klár í slaginn.“ Ísland mætir Argentínu á Spartak vellinum í Moskvu á morgun, laugardaginn 16. júní, klukkan 13:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Handbolti Fleiri fréttir Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sjá meira