Fótbolti

Aron Einar er klár í leikinn á móti Argentínu

Tómas Þór Þórðarson í Moskvu skrifar
Aron Einar hefur tekið virkari þátt í æfingum íslenska liðsins undanfarna daga.
Aron Einar hefur tekið virkari þátt í æfingum íslenska liðsins undanfarna daga. vísir/vilhelm
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, er klár i slaginn fyrir leikinn á móti Argentínu á morgun en hann hefur æft vel undanfarna daga. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Heimir Hallgrímsson og Aron Einar sátu í Moskvu í dag.

Þú getur fylgst með fundinum í beinni með því að smella hérna.

„Eftir flugferðina út ákváðum við (Heimir) í sameiningu að ég myndi taka það rólega. Þið blaðmaenn sáuð í raun ekkert hvernig ég hef verið að æfa,“ sagði Aron Einar.

„Ég er búinn að taka þátt í æfingum á fullu upp á síðkastið. Mér líður vel. Ég veit ekkert hvort að Heimir velur mig á morgun en ég er á góðum stað," sagði Aron Einar sem bætti við að strákarnir eru spenntir.

„Ég sé í augunum á strákunum hvernig þeim líður. Þeir eru fullir tilhlökkunar og allir einbeittir á þetta.“

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×