Fótbolti

HM í dag: Flugvélamaturinn setur strik í reikninginn

Henry Birgir Gunnarsson í Moskvu skrifar
Það er létt yfir strákunum í Moskvu.
Það er létt yfir strákunum í Moskvu.
Fjölmiðlastrákarnir okkar eru komnir til Moskvu og það var lítið annað að gera en að byrja daginn á söng.

Henry Birgir Gunnarsson og Tómas Þór Þórðarson tóku daginn snemma enda nóg að gera í dag. HM í dag var tekið upp á fallegu torgi rétt fyrir utan hótelið þeirra í miðbænum.

Strákarnir fóru um miðjan dag í gær frá Kabardinka til Moskvu. Það var rúmlega tveggja tíma flug sem átti eftir að setja strik í reikninginn hjá mörgum. Þó nokkrir fjölmiðlamenn hafa verið ansi slappir í maganum eftir flugið og eru nánast fastir inn á herbergi. Ekki er enn vitað hvort maturinn fór jafn illa í leikmenn landsliðsins okkar.

Henry og Tómas ræða um flugið og annað sem hefur drifið á daga þeirra í þættinum hér að neðan.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×