Fótbolti

Góðkunningi Íslands blæs í flautuna í slagnum við Argentínu

Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar
Sá pólski var með flest allt á hreinu í leiknum fyrir tveimur árum.
Sá pólski var með flest allt á hreinu í leiknum fyrir tveimur árum. Vísir/Getty
Það kemur í hlut hins 37 ára gamla Pólverja Szymon Marciniak að dæma leik Argentínu og Íslands á Spartak-leikvanginum í Moskvu á morgun. Hann dæmir leiki í efstu deildinni í heimalandi sínu auk þess að fá reglulega verkefni í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni.

Kári Árnason fagnar hér sigrinum á móti Austurríki með því að veifa íslenska fánanum fyrir framan tíu þúsund syngjandi Íslendinga á Stade de France.Vísir/Vilhelm
Hann fæddist í Plock í Póllandi árið 1981 og varð FIFA dómari árið 2011, þá þrítugur. Hann dæmdi leiki í undankeppni HM 2014. Þá dæmdi hann úrslitaleikinn á Evrópumóti 21 árs landsliða árið 2015. 

Honum voru fengin þrjú verkefni á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Dæmdi þá meðal annars leik Íslands og Austurríkis á Stade de France í riðlakeppninni. Leiknum lauk með 2-1 sigri Íslands þökk sé marki Arnórs Inga Traustasonar í viðbótartíma.

Í lok mars var tilkynnt að hann yrði dómari á heimsmeistaramótinu. Aðstoðardómarar hans eru þeir Pawel Sokolnicki og Tomasz Listkiewicz.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×