Fótbolti

Var ekki að fara að rífast við Eið Smára um treyju númer 22

Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016.
Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty
„Ég titra af spenningi eins og krakki að bíða eftir jólagjöfunum,“ segir Jón Daði Böðvarsson en framundan er fyrsti leikurinn gegn Argentínu á morgun. 

Margir spá því að Jón Daði verði einn í fremstu víglínu í leiknum en erfitt er fyrir Heimi Hallgrímsson að horfa framhjá Alfreð Finnbogasyni sem verið hefur sjóðheitur upp við mörk andstæðingsins, hvort sem er með félagsliði sínu Augsburg eða landsliðinu.

„Ég hef ekki stökustu hugmynd hvernig byrjunarliðið verður, hvort ég byrji eða ekki. Það er góður höfuðverkur fyrir þjálfarana,“ segir Jón Daði.

„Ég er mjög fitt og líður vel. Sjálfstraustið er hátt uppi og ég kem inn í þetta mót ánægður með líðandi tímabil hjá Reading.“

Hann segist jafnspenntur nú og fyrir fyrsta leikinn á EM fyrir tveimur árum. Þá mætti hann Ronaldo í fyrsta leik og nú er það Lionel Messi.

„Jú, það er ákveðin upplifun. Ekki margir sem geta sagst hafa spilað á móti tveimur bestu leikmönnum allra tíma. Gaman að því,“ segir Jón Daði.

Hann klæðist treyju númer 22 í þessu móti en var númer 15 á EM.

„Fyrir Tyrkjaleikinn í undankeppni EM (haustið 2014) var ég númer 22, þá var Eiður (Smári Guðjohnsen) ekki í hóp. Hann var númer 22, ég var ekki að fara að rífast við þann kall. Ég lét það bara eiga sig en er orðinn aftur 22 núna.“

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×