Erlent

Samkynhneigður HM-fari hlaut heilaskaða í fólskulegri árás

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fótboltaáhugamenn söfnuðust saman í Moskvu í dag til að fylgjast með opnunarleik heimsmeistaramótsins.
Fótboltaáhugamenn söfnuðust saman í Moskvu í dag til að fylgjast með opnunarleik heimsmeistaramótsins. Vísir/Getty
Samkynhneigður knattspyrnuaðdáandi frá Frakklandi var lagður inn á sjúkrahús í Rússlandi eftir fólskulega árás. Heimsmeistaramótið í Knattspyrnu fer nú fram í Rússlandi þar sem ríkir bann við „hinsegin áróðri.“

Samkvæmt frétt á vef Pinknews réðust tveir menn á tvítugsaldri á samkynja, franskt par sem var nýstigið út úr leigubíl. Áverkar annars mannsins sem ráðist var á eru taldir alvarlegir en hann var lagður inn á sjúkrahús vegna heilaskaða og kjálkabrots.

Þá var parið, sem statt var í Rússlandi til að fylgjast með Frakklandi keppa á HM, einnig rænt í árásinni.

Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Talsmenn hinseginfólks víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu málaflokksins í Rússlandi í aðdraganda HM.

Ekki hefur þó fengist staðfest að fordómar í garð samkynhneigðra hafi verið kveikjan að umræddri árás.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×