Mikilvægri aðgerð á þriggja ára stúlku ítrekað frestað vegna manneklu Sylvía Hall skrifar 14. júní 2018 18:15 Unnur Signý verður þriggja ára nú í október og bíður eftir sinni fjórðu aðgerð vegna klofins góms. Vísir Þriggja ára stúlka með klofinn góm hefur ítrekað lent í því að mikilvægum aðgerðum hefur verið frestað vegna plássleysis og manneklu á Barnaspítalanum. Rakel Pálsdóttir, móðir stúlkunnar, segir fjölskylduna hafa upplifað ítrekuð vonbrigði í veikindum dóttur sinnar og augljóst sé að það þurfi að bæta heilbrigðiskerfið. Unnur Signý, dóttir Rakelar, verður þriggja ára í október og bíður nú eftir sinni fjórðu aðgerð til að láta loka mjúka gómnum eftir að saumar héldust ekki nægilega eftir þá þriðju. Sú aðgerð var framkvæmd í nóvember á síðasta ári og eftir skoðun var ákveðið að stefna á næstu aðgerð í mars á þessu ári. Rakel ásamt Unni Signýju.Hefur þurft að fara í gegnum undirbúning til einskis Fjölskyldan fékk aðgerðardag þann 30. maí, en eftir að stúlkan fékk hita þurfti að fresta aðgerðinni samdægurs og aðgerðin áætluð í gær, þann 13. júní. Fjölskyldan hóf undirbúning fyrir aðgerðina eins og áætlað er með tilheyrandi sýklalyfjagjöf, en allt kom fyrir ekki. Vegna manneklu og plássleysis þurfti að fresta aðgerðinni á ný. „Þetta þarf allt að spila saman. Læknirinn þarf að vera laus, skurðstofa þarf að vera laus, það þarf að vera laust á barnaspítalanum og svo þarf Unnur að vera hress.“ Rakel segir stöðuna vera erfiða og mikil óvissa fylgi ástandinu á spítalanum. Fjölskyldan þurfi að vera viðbúin því að fá aðgerðardag, og því fylgi að taka frí frá vinnu og undirbúa stúlkuna: „Við getum ekkert planað fram í tímann því við eigum von á aðgerð og vonum að allt gangi upp. Svo er þetta rosalegur undirbúningur fyrir aðgerð. Unnur þarf að fara á sýklalyf fyrir aðgerð og ég hef ekki tölu á hversu mörg sýklalyf hún hefur fengið og mörg til einskis.“ segir Rakel.Unnur hefur þurft að fara í gegnum undirbúning fyrir aðgerð með tilheyrandi sýklalyfjagjöf til einskis. Móðirin segir undirbúninginn taka á, bæði fyrir stúlkuna og fjölskylduna.Óttast að ástandið hafi áhrif á börn sem þurfi þjónustu spítalans Rakel segir dóttur sína duglega og málþroski hennar sé á góðum stað. Það sé þó erfitt fyrir hana að tjá sig og óttast hún að það gæti haft varanleg áhrif ef hún þurfi að bíða lengi eftir aðgerðum. „Hún er óskýr í tali því það er loft að sleppa á milli því gómurinn er opinn. Þá verður hún stundum óskiljanleg og þetta er að valda henni áhyggjum sjálfri að geta ekki gert sig skiljanlega.“ Fjölskyldan segir starfsfólk spítalans hafa reynst þeim vel og þau geti lítið gert í ástandinu sem ríki á spítalanum, en breytinga sé vissulega þörf, sjúklinga og starfsfólksins vegna. Álagið sé mikið og til að mynda hafi deildarlæknir gleymt að hringja og upplýsa fjölskylduna um greiningu úr stroki, sem olli því að stúlkan fékk ekki sýklalyf á tiltækum tíma fyrir aðgerð. Rakel segir það vera forgangsmál að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa og það liggi í augum uppi að það séu fleiri sem þurfi á þjónustu barnaspítalans að halda. „Hvað þá um hin börnin okkar sem eru virkilega veik?“ spyr Rakel að lokum og kallar eftir því að heilbrigðiskerfið verði bætt. Heilbrigðismál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira
Þriggja ára stúlka með klofinn góm hefur ítrekað lent í því að mikilvægum aðgerðum hefur verið frestað vegna plássleysis og manneklu á Barnaspítalanum. Rakel Pálsdóttir, móðir stúlkunnar, segir fjölskylduna hafa upplifað ítrekuð vonbrigði í veikindum dóttur sinnar og augljóst sé að það þurfi að bæta heilbrigðiskerfið. Unnur Signý, dóttir Rakelar, verður þriggja ára í október og bíður nú eftir sinni fjórðu aðgerð til að láta loka mjúka gómnum eftir að saumar héldust ekki nægilega eftir þá þriðju. Sú aðgerð var framkvæmd í nóvember á síðasta ári og eftir skoðun var ákveðið að stefna á næstu aðgerð í mars á þessu ári. Rakel ásamt Unni Signýju.Hefur þurft að fara í gegnum undirbúning til einskis Fjölskyldan fékk aðgerðardag þann 30. maí, en eftir að stúlkan fékk hita þurfti að fresta aðgerðinni samdægurs og aðgerðin áætluð í gær, þann 13. júní. Fjölskyldan hóf undirbúning fyrir aðgerðina eins og áætlað er með tilheyrandi sýklalyfjagjöf, en allt kom fyrir ekki. Vegna manneklu og plássleysis þurfti að fresta aðgerðinni á ný. „Þetta þarf allt að spila saman. Læknirinn þarf að vera laus, skurðstofa þarf að vera laus, það þarf að vera laust á barnaspítalanum og svo þarf Unnur að vera hress.“ Rakel segir stöðuna vera erfiða og mikil óvissa fylgi ástandinu á spítalanum. Fjölskyldan þurfi að vera viðbúin því að fá aðgerðardag, og því fylgi að taka frí frá vinnu og undirbúa stúlkuna: „Við getum ekkert planað fram í tímann því við eigum von á aðgerð og vonum að allt gangi upp. Svo er þetta rosalegur undirbúningur fyrir aðgerð. Unnur þarf að fara á sýklalyf fyrir aðgerð og ég hef ekki tölu á hversu mörg sýklalyf hún hefur fengið og mörg til einskis.“ segir Rakel.Unnur hefur þurft að fara í gegnum undirbúning fyrir aðgerð með tilheyrandi sýklalyfjagjöf til einskis. Móðirin segir undirbúninginn taka á, bæði fyrir stúlkuna og fjölskylduna.Óttast að ástandið hafi áhrif á börn sem þurfi þjónustu spítalans Rakel segir dóttur sína duglega og málþroski hennar sé á góðum stað. Það sé þó erfitt fyrir hana að tjá sig og óttast hún að það gæti haft varanleg áhrif ef hún þurfi að bíða lengi eftir aðgerðum. „Hún er óskýr í tali því það er loft að sleppa á milli því gómurinn er opinn. Þá verður hún stundum óskiljanleg og þetta er að valda henni áhyggjum sjálfri að geta ekki gert sig skiljanlega.“ Fjölskyldan segir starfsfólk spítalans hafa reynst þeim vel og þau geti lítið gert í ástandinu sem ríki á spítalanum, en breytinga sé vissulega þörf, sjúklinga og starfsfólksins vegna. Álagið sé mikið og til að mynda hafi deildarlæknir gleymt að hringja og upplýsa fjölskylduna um greiningu úr stroki, sem olli því að stúlkan fékk ekki sýklalyf á tiltækum tíma fyrir aðgerð. Rakel segir það vera forgangsmál að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa og það liggi í augum uppi að það séu fleiri sem þurfi á þjónustu barnaspítalans að halda. „Hvað þá um hin börnin okkar sem eru virkilega veik?“ spyr Rakel að lokum og kallar eftir því að heilbrigðiskerfið verði bætt.
Heilbrigðismál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira