Fimm mörk og HM-met hjá gestgjöfum Rússa í fyrsta leik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2018 17:15 Stanislav Cherchesov, þjálfari Rússa, fagnar einu markanna með því að heilsa að hermannasið. Vísir/Getty Gestgjafar Rússa byrjuðu mjög vel á HM í fótbolta í Rússlandi þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Sádi-Arabíu í opnunarleik keppninnar í Moskvu í dag. Þetta er stærsti sigurinn frá upphafi í opnunarleik HM. Rússneska landsliðið vann síðast leik í október og það var því mikill léttir fyrir leikmenn og þjálfarann Stanislav Cherchesov að klára þennan leik svona sannfærandi. Yury Gazinsky, Denis Cheryshev (2), Artem Dzyuba og Aleksandr Golovin skoruðu mörkin en Aleksandr Golovin átti stoðsendingarnar í tveimur markanna. Golovin átti mjög flottan leik og var maður leiksins með eitt mark og tvær stoðsendingar. Rússar komust yfir eftir aðeins tólf mínútur, voru 2-0 yfir í hálfleik og bættu svo við þriðja markinu um miðjan seinni hálfleik en tvö síðustu mörkin komu síðan í uppbótartíma.Yury Gazinsky skorar fyrsta mark HM 2018.Vísir/GettyLeikurinn var á milli tveggja lélegustu liða keppninnar samkvæmt FIFA-listanum og bar þess oft merki. Hann var hinsvegar prúðlega leikinn og var þetta næstum því fyrsti opnunarleikurinn frá því á HM í Argentínu 1978 þar sem ekkert spjald fór á loft. Rússinn Aleksandr Golovin fékk eina spjaldið á 88. mínútu leiksins. Fyrri hálfleikurinn var þó mun fjörugri en í þeim seinni var eins og liðsmenn Sádi-Arabíu væru búnir að missa alla trú á því að fá eitthvað út úr þessum leik. Leikmenn Sádi-Arabíu voru annars meira með boltann en lítið kom úr út þeirra leik á meðan þeir gáfu Rússum hvað eftir annað færi á sér. Rússarnir hefðu getað nýtt sér klaufaskap Sádanna betur en það er ekki hægt að kvarta mikið yfir þremur mörkum og þremur stigum. Rússarnir Yury Gazinsky og Denis Cheryshev völdu báðir réttan tímann til að skora sitt fyrsta landsliðsmark en þeir komu Rússum í 2-0 í fyrri hálfleiknum.Artem Dzyuba fagnar en hann skoraði 89 sekúndum eftir að hafa komið inná sem varamaður.Vísir/GettyYury Gazinsky skoraði fyrsta mark HM 2018 með skalla eftir fyrirgjöf frá Aleksandr Golovin. Denis Cheryshev hafði komið inná sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik þegar stjörnuleikmaðurinn Alan Dzagoev tognaði aftan í læri. Cheryshev sýndi laglega boltatækni áður en hann skoraði undir lok fyrri hálfleiksins. Þriðja markið skoraði annar varamaður en Artem Dzyuba var nýkominn inná sem varamaður þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Aleksandr Golovin. Dzyuba var þarna aðeins búinn að vinna inn á vellinum í 89 sekúndur. Denis Cheryshev var ekki hættur og skoraði fjórða markið í uppbótartíma með laglegu skoti eftir skallasendingu frá öðrum varamanni Artem Dzyuba. Ekki slæmt að koma inná sem varamaður í fyrsta leik HM og skora tvö stórglæsileg mörk. Aleksandr Golovin kórónaði síðan frábæran leik sinn með því að skora fimmta og síðasta markið beint úr aukaspyrnu.Yury Gazinsky fagnar fyrsta marki HM með liðfélögum sínum.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi
Gestgjafar Rússa byrjuðu mjög vel á HM í fótbolta í Rússlandi þegar liðið vann 5-0 stórsigur á Sádi-Arabíu í opnunarleik keppninnar í Moskvu í dag. Þetta er stærsti sigurinn frá upphafi í opnunarleik HM. Rússneska landsliðið vann síðast leik í október og það var því mikill léttir fyrir leikmenn og þjálfarann Stanislav Cherchesov að klára þennan leik svona sannfærandi. Yury Gazinsky, Denis Cheryshev (2), Artem Dzyuba og Aleksandr Golovin skoruðu mörkin en Aleksandr Golovin átti stoðsendingarnar í tveimur markanna. Golovin átti mjög flottan leik og var maður leiksins með eitt mark og tvær stoðsendingar. Rússar komust yfir eftir aðeins tólf mínútur, voru 2-0 yfir í hálfleik og bættu svo við þriðja markinu um miðjan seinni hálfleik en tvö síðustu mörkin komu síðan í uppbótartíma.Yury Gazinsky skorar fyrsta mark HM 2018.Vísir/GettyLeikurinn var á milli tveggja lélegustu liða keppninnar samkvæmt FIFA-listanum og bar þess oft merki. Hann var hinsvegar prúðlega leikinn og var þetta næstum því fyrsti opnunarleikurinn frá því á HM í Argentínu 1978 þar sem ekkert spjald fór á loft. Rússinn Aleksandr Golovin fékk eina spjaldið á 88. mínútu leiksins. Fyrri hálfleikurinn var þó mun fjörugri en í þeim seinni var eins og liðsmenn Sádi-Arabíu væru búnir að missa alla trú á því að fá eitthvað út úr þessum leik. Leikmenn Sádi-Arabíu voru annars meira með boltann en lítið kom úr út þeirra leik á meðan þeir gáfu Rússum hvað eftir annað færi á sér. Rússarnir hefðu getað nýtt sér klaufaskap Sádanna betur en það er ekki hægt að kvarta mikið yfir þremur mörkum og þremur stigum. Rússarnir Yury Gazinsky og Denis Cheryshev völdu báðir réttan tímann til að skora sitt fyrsta landsliðsmark en þeir komu Rússum í 2-0 í fyrri hálfleiknum.Artem Dzyuba fagnar en hann skoraði 89 sekúndum eftir að hafa komið inná sem varamaður.Vísir/GettyYury Gazinsky skoraði fyrsta mark HM 2018 með skalla eftir fyrirgjöf frá Aleksandr Golovin. Denis Cheryshev hafði komið inná sem varamaður um miðjan fyrri hálfleik þegar stjörnuleikmaðurinn Alan Dzagoev tognaði aftan í læri. Cheryshev sýndi laglega boltatækni áður en hann skoraði undir lok fyrri hálfleiksins. Þriðja markið skoraði annar varamaður en Artem Dzyuba var nýkominn inná sem varamaður þegar hann skallaði inn fyrirgjöf frá Aleksandr Golovin. Dzyuba var þarna aðeins búinn að vinna inn á vellinum í 89 sekúndur. Denis Cheryshev var ekki hættur og skoraði fjórða markið í uppbótartíma með laglegu skoti eftir skallasendingu frá öðrum varamanni Artem Dzyuba. Ekki slæmt að koma inná sem varamaður í fyrsta leik HM og skora tvö stórglæsileg mörk. Aleksandr Golovin kórónaði síðan frábæran leik sinn með því að skora fimmta og síðasta markið beint úr aukaspyrnu.Yury Gazinsky fagnar fyrsta marki HM með liðfélögum sínum.Vísir/Getty