Eftirlit með bönkum verði á einni hendi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi stóru viðskiptabankanna þriggja. Það eru Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Starfshópur, sem var falið að endurskoða löggjöf um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, leggur til að eftirlit með bönkum verði allt á hendi Fjármálaeftirlitsins (FME). Hópurinn segir núverandi fyrirkomulag, þar sem Seðlabankinn annast eftirlit með lausafjárstöðu banka en FME hefur eftirlit með eiginfjárstöðu þeirra, ekki þekkjast á meðal þeirra ríkja sem Ísland beri sig jafnan saman við og þá hafi Seðlabankinn jafnframt ekki sams konar úrræði og FME til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu. Niðurstöður starfshópsins, sem voru kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag, eru ekki í samræmi við ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur lagt til í skýrslum sínum að bankaeftirlit verði flutt til Seðlabanka Íslands. Í nýrri skýrslu nefndar um ramma peningastefnunnar, sem kom út í síðustu viku, var að sama skapi lagt til að ábyrgð yrði færð frá FME til Seðlabankans þannig að bankinn bæri einn ábyrgð á eftirliti með þjóðhagsvarúð og eindarvarúð. Starfshópurinn, sem starfaði undir formennsku Jóhannesar Karls Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns á Landslögum, telur á hinn bóginn ekki skynsamlegt að „kljúfa“ eftirlitið upp með þeim hætti að almennt eftirlit með fjármálafyrirtækjum verði flutt til Seðlabankans og eftirlit með öðrum fyrirtækjum, svo sem lífeyrissjóðum og tryggingafélögum, skilið eftir hjá Fjármálaeftirlitinu. „Með því myndi glatast yfirsýn yfir mikilvæga þætti auk þess sem það að skilja að bankaeftirlit og tryggingaeftirlit gæti leitt til þess að eftirlit með fjármálasamsteypum lenti á milli skips og bryggju,“ segir í skýrslu starfshópsins.Núverandi kerfi ófullkomið Hópurinn segir ýmsa galla vera á núverandi fyrirkomulagi, þar sem Seðlabankinn fer með eftirlit með lausafjárstöðu banka en Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með eiginfjárstöðu þeirra, og telur að það væri til bóta að sameina eftirlitið undir einum hatti. Er meðal annars bent á að í lögum um Seðlabankann sé ekki að finna hefðbundin ákvæði um úrræði eftirlitsstofnana sem varða til dæmis fresti til úrbóta eða takmörkun starfsleyfis. Þó er tekið fram í skýrslu starfshópsins að almennt séu talin rök með því að seðlabankar hafi fjármálaeftirlit innan sinna vébanda og að með því móti geti þeir sinnt hlutverki lánveitanda til þrautavara með ábyrgum og tryggum hætti. Á fundi hópsins með fulltrúum Seðlabankans kom einmitt fram sú afstaða bankans að eftirlitshlutverk hans með lausafjárstöðu banka væri nauðsynlegt svo hann gæti sinnt hlutverki sem „lánveitandi til lánastofnana sem taka við innlánum“.Starfshópurinn vill breyta starfsumhverfi FME.Vísir/vilhelmMeð eftirlitinu fengi bankinn – með öðrum orðum – mikilvægar upplýsingar um bankana sem lántaka. Á móti vegi þau rök að eftirlitshlutverkið fari ekki vel með hefðbundnu hlutverki sjálfstæðs seðlabanka. Ekki fari vel á því að „banki bankanna“ sinni jafnframt eftirliti og hafi agavald með viðskiptavinum sínum. Seðlabankar séu jafnframt í eðli sínu ekki eftirlitsstofnanir. Er það mat hópsins að ekki sé „skynsamlegt með tilliti til yfirsýnar að almennt eftirlit með lausu fé hjá lánastofnunum sé á hendi Seðlabankans á meðan eftirlit með öðrum fyrirtækjum á fjármálamarkaði sé annars staðar“. FME hafi auk þess skýrari almennar eftirlitsheimildir, heimildir til rannsókna og heimildir til beitingar þvingunar úrræða en Seðlabankinn. Niðurstaða starfshópsins er þannig sú að eftirlit með lausu fé og fjármögnun banka, sem og annarra fjármálafyrirtækja, verði formlega á hendi Fjármálaeftirlitsins en ekki Seðlabankans. Hins vegar telur hópurinn rétt að Seðlabankinn hafi – við ákveðnar kringumstæður – heimildir til þess að setja reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun banka. Auk þess vill hópurinn að bankinn hafi „með skipulögðum hætti“ aðgang að öllum þeim gögnum sem FME aflar við eftirlit sitt.Sjálfstæði FME eflt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagst hafa áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Sem dæmi sagði í yfirlýsingu sendinefndar sjóðsins í fyrra að eftirlitið væri „ekki nógu einangrað frá stjórnmálum“. Til lausnar á þessu hefur sjóðurinn annars vegar lagt til að fjármálalegt og rekstrarlegt sjálfstæði FME frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu verði tryggt og hins vegar að lausafjáreftirlit með bönkum verði sameinað öðru eftirliti með bönkum í Seðlabankanum. Eins og áður segir leggur starfshópurinn ekki til að bankaeftirlit verði flutt til Seðlabankans en hins vegar tekur hann undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mikilvægi þess að sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins verði eflt. Leggur hópurinn meðal annars til að eftirlitsstofnunin verði skilgreind sem sjálfstætt stjórnvald og að ráðherra hafi ekki aðra formlega aðkomu að starfsemi stofnunarinnar en að ganga frá skipun stjórnarmanna og við fjármögnun hennar. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Starfshópur, sem var falið að endurskoða löggjöf um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, leggur til að eftirlit með bönkum verði allt á hendi Fjármálaeftirlitsins (FME). Hópurinn segir núverandi fyrirkomulag, þar sem Seðlabankinn annast eftirlit með lausafjárstöðu banka en FME hefur eftirlit með eiginfjárstöðu þeirra, ekki þekkjast á meðal þeirra ríkja sem Ísland beri sig jafnan saman við og þá hafi Seðlabankinn jafnframt ekki sams konar úrræði og FME til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu. Niðurstöður starfshópsins, sem voru kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag, eru ekki í samræmi við ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefur lagt til í skýrslum sínum að bankaeftirlit verði flutt til Seðlabanka Íslands. Í nýrri skýrslu nefndar um ramma peningastefnunnar, sem kom út í síðustu viku, var að sama skapi lagt til að ábyrgð yrði færð frá FME til Seðlabankans þannig að bankinn bæri einn ábyrgð á eftirliti með þjóðhagsvarúð og eindarvarúð. Starfshópurinn, sem starfaði undir formennsku Jóhannesar Karls Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns á Landslögum, telur á hinn bóginn ekki skynsamlegt að „kljúfa“ eftirlitið upp með þeim hætti að almennt eftirlit með fjármálafyrirtækjum verði flutt til Seðlabankans og eftirlit með öðrum fyrirtækjum, svo sem lífeyrissjóðum og tryggingafélögum, skilið eftir hjá Fjármálaeftirlitinu. „Með því myndi glatast yfirsýn yfir mikilvæga þætti auk þess sem það að skilja að bankaeftirlit og tryggingaeftirlit gæti leitt til þess að eftirlit með fjármálasamsteypum lenti á milli skips og bryggju,“ segir í skýrslu starfshópsins.Núverandi kerfi ófullkomið Hópurinn segir ýmsa galla vera á núverandi fyrirkomulagi, þar sem Seðlabankinn fer með eftirlit með lausafjárstöðu banka en Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með eiginfjárstöðu þeirra, og telur að það væri til bóta að sameina eftirlitið undir einum hatti. Er meðal annars bent á að í lögum um Seðlabankann sé ekki að finna hefðbundin ákvæði um úrræði eftirlitsstofnana sem varða til dæmis fresti til úrbóta eða takmörkun starfsleyfis. Þó er tekið fram í skýrslu starfshópsins að almennt séu talin rök með því að seðlabankar hafi fjármálaeftirlit innan sinna vébanda og að með því móti geti þeir sinnt hlutverki lánveitanda til þrautavara með ábyrgum og tryggum hætti. Á fundi hópsins með fulltrúum Seðlabankans kom einmitt fram sú afstaða bankans að eftirlitshlutverk hans með lausafjárstöðu banka væri nauðsynlegt svo hann gæti sinnt hlutverki sem „lánveitandi til lánastofnana sem taka við innlánum“.Starfshópurinn vill breyta starfsumhverfi FME.Vísir/vilhelmMeð eftirlitinu fengi bankinn – með öðrum orðum – mikilvægar upplýsingar um bankana sem lántaka. Á móti vegi þau rök að eftirlitshlutverkið fari ekki vel með hefðbundnu hlutverki sjálfstæðs seðlabanka. Ekki fari vel á því að „banki bankanna“ sinni jafnframt eftirliti og hafi agavald með viðskiptavinum sínum. Seðlabankar séu jafnframt í eðli sínu ekki eftirlitsstofnanir. Er það mat hópsins að ekki sé „skynsamlegt með tilliti til yfirsýnar að almennt eftirlit með lausu fé hjá lánastofnunum sé á hendi Seðlabankans á meðan eftirlit með öðrum fyrirtækjum á fjármálamarkaði sé annars staðar“. FME hafi auk þess skýrari almennar eftirlitsheimildir, heimildir til rannsókna og heimildir til beitingar þvingunar úrræða en Seðlabankinn. Niðurstaða starfshópsins er þannig sú að eftirlit með lausu fé og fjármögnun banka, sem og annarra fjármálafyrirtækja, verði formlega á hendi Fjármálaeftirlitsins en ekki Seðlabankans. Hins vegar telur hópurinn rétt að Seðlabankinn hafi – við ákveðnar kringumstæður – heimildir til þess að setja reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun banka. Auk þess vill hópurinn að bankinn hafi „með skipulögðum hætti“ aðgang að öllum þeim gögnum sem FME aflar við eftirlit sitt.Sjálfstæði FME eflt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagst hafa áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Sem dæmi sagði í yfirlýsingu sendinefndar sjóðsins í fyrra að eftirlitið væri „ekki nógu einangrað frá stjórnmálum“. Til lausnar á þessu hefur sjóðurinn annars vegar lagt til að fjármálalegt og rekstrarlegt sjálfstæði FME frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu verði tryggt og hins vegar að lausafjáreftirlit með bönkum verði sameinað öðru eftirliti með bönkum í Seðlabankanum. Eins og áður segir leggur starfshópurinn ekki til að bankaeftirlit verði flutt til Seðlabankans en hins vegar tekur hann undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mikilvægi þess að sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins verði eflt. Leggur hópurinn meðal annars til að eftirlitsstofnunin verði skilgreind sem sjálfstætt stjórnvald og að ráðherra hafi ekki aðra formlega aðkomu að starfsemi stofnunarinnar en að ganga frá skipun stjórnarmanna og við fjármögnun hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira