Íslenski boltinn

Ískalt í toppsæti Pepsi deildar karla í fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fagna Valsmenn í Eyjum í kvöld?
Fagna Valsmenn í Eyjum í kvöld? vísir/anton
Valsmenn komust í efsta sæti Pepsi-deildar karla í síðustu umferð og heimsækja Eyjamenn í kvöld þegar 9. umferðina fer af stað. Þá kemur í ljós hvort Hlíðarendapiltar ná að breyta skelfilegu gengi toppliðanna í síðustu umferðum.

Topplið Pepsi-deildar karla í fótbolta hafa verið allt annað en sannfærandi í síðustu umferðum og engin breyting var á því í áttundu umferðinni.

Grindvíkingar töpuðu þá á heimavelli á móti Breiðabliki og misstu toppsætið frá sér.

Þetta var jafnframt þriðja umferðin í röð þar sem topplið deildarinnar tapar og fimmta umferð deildarinnar í röð þar sem toppliðið nær ekki að vinna sinn leik.

Toppliðin eru þar með aðeins búin að ná í tvö stig samtals í síðustu fimm umferðum.

Síðasta topplið til að standa undir nafni og vinna sinn leik var lið Breiðabliks sem vann 1-0 sigur á Keflavík í 3. umferð.

Blikar náðu góðu forskoti með sigri í fyrstu þremur umferðunum og héldu síðan toppsætinu þrátt fyrir að ná aðeins í tvö stig í næstu þremur umferðum. Þeir misstu toppsætið loksins til Grindvíkinga en hefndu fyrir það með sigri í Grindavík í næsta leik á eftir.

Leikur ÍBV og Vals hefst klukkan 18.00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum en Breiðabliks fær síðan Fylki í heimsókn klukkan 19.15.



Gengi toppliðanna í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar:

9. umferð (topplið eftir 8. umferð)

Valur - mætir ÍBV á útivelli í kvöld

8. umferð (topplið eftir 7. umferð)

Grindavík - tap á heimavelli (2-0 á móti Breiðabliki)  0 STIG

7. umferð (topplið eftir eftir 6. umferð)

Breiðablik - tap á heimavelli (1-0 á móti Stjörnunni)  0 STIG

6. umferð (topplið eftir eftir 5. umferð)

Breiðablik - tap á útivelli (2-1 á móti Val)  0 STIG

5. umferð (topplið eftir eftir 4. umferð)

Breiðablik - jafntefli á heimavelli (0-0 á móti Víkingi)  1 STIG

4. umferð (topplið eftir eftir 3. umferð)

Breiðablik - jafntefli á heimavelli (1-1 á móti KR)  1 STIG

3. umferð (topplið eftir eftir 2. umferð)

Breiðablik - sigur á heimavelli (1-0 sigur á Keflavík)  3 STIG

2. umferð (topplið eftir eftir 1. umferð)

Breiðablik - sigur á útivelli (3-1 sigur á FH)  3 STIG




Fleiri fréttir

Sjá meira


×