Kanadíska þingið fordæmir Trump og félaga Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2018 13:57 Justin Trudeau við þinghúsið í Ottawa. Vísir/EPA Neðri deild kanadíska þingsins samþykkti einróma að fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans á Justin Trudeau, forsætisráðherra. Þingmennirnir telja persónuárásir þeirra skaða tvíhliða samskipti nágrannaríkjanna. Trump sakaði Trudeau um tvískinnung eftir G7-leiðtogafundinn sem fór fram í Kanada um síðustu helgi. Sagði hann kanadíska forsætisráðherrann „mjög óheiðarlegan og veikan“. Peter Navarro, efnahagsráðgjafi Trump, gekk enn lengra í sjónvarpsviðtali og sagði „sérstakan stað í helvíti“ fyrir Trudeau vegna meintra svika hans við Trump. Stjórnarandstöðuflokkurinn Nýju demókratarnir lagði fram þingsályktunartillögu um að fordæma persónuárásirnar á mánudag. Hún var samþykkt einróma. Þingmenn gáfu ríkisstjórninni einnig standandi lófaklapp fyrir viðbrögð hennar við árásum ríkisstjórnar Trump á Trudeau, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það voru orð Trudeau um að Kanadamenn létu ekki ráðskast með sig með tolla á blaðamannafundi eftir að Trump hafði yfirgefið G7-fundinn sem fór svo mjög fyrir brjóstið á Bandaríkjaforseta og fylgitunglum hans. Ekkert nýtt var þó í yfirlýsingum Trudeau á blaðamannafundinum. Sambærileg ummæli hafði hann látið falla í bandarískum fjölmiðlum vikuna fyrir G7-fundinn og við Trump sjálfan eftir að bandaríska ríkisstjórnin setti verndartolla á innflutt stál og ál. Ofsi bandarískra ráðamanna í garð nágranna sinna og nánustu bandamanna hefur almennt fallið í grýttan jarðveg í Kanada. Þar hefur jafnvel verið kallað eftir sniðgöngu á bandarískum vörum. Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Sjá meira
Neðri deild kanadíska þingsins samþykkti einróma að fordæma árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ráðgjafa hans á Justin Trudeau, forsætisráðherra. Þingmennirnir telja persónuárásir þeirra skaða tvíhliða samskipti nágrannaríkjanna. Trump sakaði Trudeau um tvískinnung eftir G7-leiðtogafundinn sem fór fram í Kanada um síðustu helgi. Sagði hann kanadíska forsætisráðherrann „mjög óheiðarlegan og veikan“. Peter Navarro, efnahagsráðgjafi Trump, gekk enn lengra í sjónvarpsviðtali og sagði „sérstakan stað í helvíti“ fyrir Trudeau vegna meintra svika hans við Trump. Stjórnarandstöðuflokkurinn Nýju demókratarnir lagði fram þingsályktunartillögu um að fordæma persónuárásirnar á mánudag. Hún var samþykkt einróma. Þingmenn gáfu ríkisstjórninni einnig standandi lófaklapp fyrir viðbrögð hennar við árásum ríkisstjórnar Trump á Trudeau, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það voru orð Trudeau um að Kanadamenn létu ekki ráðskast með sig með tolla á blaðamannafundi eftir að Trump hafði yfirgefið G7-fundinn sem fór svo mjög fyrir brjóstið á Bandaríkjaforseta og fylgitunglum hans. Ekkert nýtt var þó í yfirlýsingum Trudeau á blaðamannafundinum. Sambærileg ummæli hafði hann látið falla í bandarískum fjölmiðlum vikuna fyrir G7-fundinn og við Trump sjálfan eftir að bandaríska ríkisstjórnin setti verndartolla á innflutt stál og ál. Ofsi bandarískra ráðamanna í garð nágranna sinna og nánustu bandamanna hefur almennt fallið í grýttan jarðveg í Kanada. Þar hefur jafnvel verið kallað eftir sniðgöngu á bandarískum vörum.
Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00 Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Sjá meira
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Að mati stjórnar Donalds Trump er sérstakur staður í helvíti fyrir kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Framganga hans á blaðamannafundi reitti stjórnvöld í nágrannaríkinu til reiði. 11. júní 2018 06:00
Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada, sagði forsætisráðherra Kanada. 9. júní 2018 22:01
Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45