Meirihlutasáttmálinn fráleit niðurstaða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2018 10:50 "Sáttmálinn afhjúpar að meirihlutaflokkarnir lifa í annarri Reykjavík en við sósíalistar.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í borginni sé fráleit niðurstaða í ljósi þess sem flokksmenn hefðu haldið fram í aðdraganda kosninga. Í kosningabaráttunni hefðu ákveðin mál verið fyrirferðamikil á borð við húsnæðiskreppuna, láglaunastefnu og hagsmunamál hinna verst settu en í sáttmálanum séu engar aðgerðir boðaðar „sem máli skipta“ til að bæta lífskjör láglaunafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sósíalistaflokki Íslands. „Þeir brauðmolar sem þau fá eru bæði fáir og smáir,“ segir Sanna og bætir við að meirihlutinn ætli sér að reka nánast óbreytta húsnæðisstefnu – stefnu sem miði að því að láglaunafólk beri allan kostnað af kreppunni. „Hin verr stæðu í Reykjavík hafa tekið á sig gríðarlegar hækkanir húsaleigu vegna húsnæðiskreppunnar og þær hækkanir hafa étið upp ráðstöfunarfé þeirra fjölskyldna sem síst mátti við auknum byrðum. Þetta er miskunnarlaus stefna gagnvart fátæku fólki, að varpa öllum kostnaði af vandanum yfir á þau sem síst geta staðið undir því“Sósíalistar eru ekki ánægðir með nýjan málefnasamning meirihlutans í Reykjavík.Vísir/eyþórSegja strætóúrræðið ekki gagnast fátækumÞá þykir Daníel Erni Arnarssyni, varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, og Sönnu það gagnrýnisvert að meirihlutinn hafi ákveðið að fella niður fargjöld í strætó fyrir börn 12 ára og yngri sem ferðast í fylgd með fullorðnum. „Hvernig eiga fátækar fjölskyldur að nýta sér þetta? Á einstæða móðirin í láglaunastarfinu að taka sér frí til að geta ferðast með barninu sínu eftir skóla í tómstundir eða í pössun til afa og ömmu? Og til hvers? Svo strætó fái fullt fargjald frá henni frekar en hálft frá barninu?“ Spyr Daníel.Vilja gjaldfrjálsa skóla„Gjaldfrjáls skóli er ein af stoðum velferðarkerfisins og forsenda góðs samfélags. Þótt þessar tillögur lækki gjaldtökuna hjá barnmörgum fjölskyldum þá eru þetta aðeins hænuskref sem gagnast fáum. Við Daníel erum bæði uppkomin fátæk börn. Þessar tillögur hefðu engu breytt fyrir okkur eða fátækar mæður okkar. Í dag er hellingur af börnum sem búa við sömu aðstæður og við bjuggum við. Það er ekkert í þessum sáttmála sem mun gagnast þeim börnum. Og það er sorglegt,“ segir Sanna um menntamálin. „Sáttmálinn afhjúpar að meirihlutaflokkarnir lifa í annarri Reykjavík en við sósíalistar. Ef fólk ber saman okkar tillögur og meirihlutasáttmálann þá sést hversu mikill sannleikur lá í kosningabaráttu sósíalista, sem að hluta var háð undir yfirskriftinni Hin Reykjavík. Stór hluti borgarbúa býr við raunveruleika sem stjórnmálin í Ráðhúsinu ná ekki að snerta, vilja ekki sjá og ætla sér ekki að bregðast við,“ segir Daníel að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í borginni sé fráleit niðurstaða í ljósi þess sem flokksmenn hefðu haldið fram í aðdraganda kosninga. Í kosningabaráttunni hefðu ákveðin mál verið fyrirferðamikil á borð við húsnæðiskreppuna, láglaunastefnu og hagsmunamál hinna verst settu en í sáttmálanum séu engar aðgerðir boðaðar „sem máli skipta“ til að bæta lífskjör láglaunafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sósíalistaflokki Íslands. „Þeir brauðmolar sem þau fá eru bæði fáir og smáir,“ segir Sanna og bætir við að meirihlutinn ætli sér að reka nánast óbreytta húsnæðisstefnu – stefnu sem miði að því að láglaunafólk beri allan kostnað af kreppunni. „Hin verr stæðu í Reykjavík hafa tekið á sig gríðarlegar hækkanir húsaleigu vegna húsnæðiskreppunnar og þær hækkanir hafa étið upp ráðstöfunarfé þeirra fjölskyldna sem síst mátti við auknum byrðum. Þetta er miskunnarlaus stefna gagnvart fátæku fólki, að varpa öllum kostnaði af vandanum yfir á þau sem síst geta staðið undir því“Sósíalistar eru ekki ánægðir með nýjan málefnasamning meirihlutans í Reykjavík.Vísir/eyþórSegja strætóúrræðið ekki gagnast fátækumÞá þykir Daníel Erni Arnarssyni, varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, og Sönnu það gagnrýnisvert að meirihlutinn hafi ákveðið að fella niður fargjöld í strætó fyrir börn 12 ára og yngri sem ferðast í fylgd með fullorðnum. „Hvernig eiga fátækar fjölskyldur að nýta sér þetta? Á einstæða móðirin í láglaunastarfinu að taka sér frí til að geta ferðast með barninu sínu eftir skóla í tómstundir eða í pössun til afa og ömmu? Og til hvers? Svo strætó fái fullt fargjald frá henni frekar en hálft frá barninu?“ Spyr Daníel.Vilja gjaldfrjálsa skóla„Gjaldfrjáls skóli er ein af stoðum velferðarkerfisins og forsenda góðs samfélags. Þótt þessar tillögur lækki gjaldtökuna hjá barnmörgum fjölskyldum þá eru þetta aðeins hænuskref sem gagnast fáum. Við Daníel erum bæði uppkomin fátæk börn. Þessar tillögur hefðu engu breytt fyrir okkur eða fátækar mæður okkar. Í dag er hellingur af börnum sem búa við sömu aðstæður og við bjuggum við. Það er ekkert í þessum sáttmála sem mun gagnast þeim börnum. Og það er sorglegt,“ segir Sanna um menntamálin. „Sáttmálinn afhjúpar að meirihlutaflokkarnir lifa í annarri Reykjavík en við sósíalistar. Ef fólk ber saman okkar tillögur og meirihlutasáttmálann þá sést hversu mikill sannleikur lá í kosningabaráttu sósíalista, sem að hluta var háð undir yfirskriftinni Hin Reykjavík. Stór hluti borgarbúa býr við raunveruleika sem stjórnmálin í Ráðhúsinu ná ekki að snerta, vilja ekki sjá og ætla sér ekki að bregðast við,“ segir Daníel að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Sjá meira
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41