Áratugur breytinga – Áratugur stórmóta Trausti Ágútsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Fyrir tíu árum tryggði íslenska kvennalandsliðið sig fyrst íslenskra A-landsliða inn á stórmót í fótbolta, þegar þær komust á EM í Finnlandi 2009. Þær hafa síðan þá endurtekið leikinn tvisvar sinnum, þegar stelpurnar okkar komust á EM 2013 í Svíþjóð og EM 2017 í Hollandi. Bestum árangri náði liðið í Svíþjóð þegar þær komust í fjórðungsúrslit en féllu út gegn sterku liði heimakvenna. Það þarf varla að rifja upp að strákarnir okkar komust fyrst á stórmót þegar liðið komst á EM í Frakklandi 2016. Strákarnir náðu þá þeim frábæra árangri að komast í fjórðungsúrslit þar sem þeir þurftu að lúta í gras fyrir heimamönnum. Fyrir áratug var íslenska karlalandsliðið í 83. sæti heimslista FIFA en kvennalandsliðið í 19. sæti. Kvennaliðið hækkaði sig svo upp í 15. sæti frá árunum 2011 til 2012 en er aftur komið í 19. sæti listans. Frá 2008 til 2010 lækkaði karlaliðið úr 83. sæti niður í það 112. sem er það lægsta sem liðið hefur farið á listanum. Frá 2010 hefur leiðin legið upp á við og er liðið núna í 22. sæti listans. Við hjá Gallup könnuðum áhuga landsmanna 18 ára og eldri á HM í Rússlandi, væntingar til frammistöðu íslenska liðsins og hvaða lið fólk telur líklegast til að vinna mótið. Alls eru 49% sem hafa mikinn áhuga á HM en 34% hafa lítinn áhuga á mótinu, en til samanburðar höfðu 48% mikinn áhuga á EM 2016 og 38% lítinn áhuga. Það kemur líklega ekki á óvart að áhugi er meiri hjá körlum en konum, 58% karla en 40% kvenna hafa mikinn áhuga.Þegar væntingar til árangurs íslenska liðsins á EM voru skoðaðar í aðdraganda mótsins 2016 voru 13% sem höfðu rétt fyrir sér um að Ísland myndi komast í fjórðungsúrslit en ekki lengra. Almennt taldi fólk að íslenska liðið myndi ná lengra á EM en það telur að það muni ná á HM. Nú telja 57% að liðið komist upp úr riðlinum en á EM voru það 71% þátttakenda. Ef skoðað er hve margir telja að Ísland komist í fjórðungsúrslit eða lengra þá eru það 23% nú en voru 29% fyrir EM. Konur hafa meiri trú á strákunum en karlar, en alls eru 29% kvenna sem telja að þeir komist í fjórðungsúrslit eða lengra en 17% karla. Alls eru 12% þátttakenda sem telja að Ísland komist í undanúrslit HM og 6% telja að Ísland fari alla leið í úrslitaleikinn sem er u.þ.b. einu prósentustigi færri en þeir sem töldu að Ísland kæmist í úrslit EM 2016 þegar spurt var hve langt Ísland myndi ná í keppninni. Í könnuninni 2016 voru aðeins 6% þátttakenda sem spáðu rétt fyrir um að Portúgal yrði Evrópumeistari í fyrsta sinn. Fjórir af hverjum tíu Íslendingum töldu að Þjóðverjar yrðu Evrópumeistarar. Næstflestir, eða 17%, höfðu mesta trú á að Frakkar myndu sigra en svo voru 13% sem töldu að Spánverjar yrðu Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð. Eins og fyrir EM hefur íslenska þjóðin mesta trú á að Þjóðverjar verði meistarar. Alls eru 34% sem telja að Þjóðverjar verji titilinn og verði þannig heimsmeistarar í fimmta sinn og jafni þar með metin við Brasilíumenn sem hafa oftast orðið meistarar. Þátttakendur hafa næstmesta trú á Argentínu, en 19% telja að Messi og félagar standi uppi sem sigurvegarar í lok móts. Aðeins tveimur prósentustigum færri, eða 15%, telja að Frakkar verði heimsmeistarar núna en töldu að þeir yrðu Evrópumeistarar á heimavelli fyrir tveimur árum síðan. Tiltrú Íslendinga á Spánverjum er mun minni fyrir HM nú en fyrir EM 2016 og fáir eða 4% hafa trú á því að Evrópumeistarar Portúgala lyfti bikarnum eftirsótta þann 15. júlí næstkomandi. Þannig völdu 6% þátttakenda, sem tóku afstöðu þegar spurt var beint hverjir verði heimsmeistarar, Ísland en það voru 8% sem giskuðu á Ísland sem Evrópumeistara fyrir tveimur árum. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi fyrir landsliðin okkar í fótbolta. Strákarnir okkar að skrifa nýjan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu með þátttöku á HM og stelpurnar okkar í dauðafæri að tryggja sér þátttöku á HM í Frakklandi 2019. ÁFRAM ÍSLAND!Höfundur er sölustjóri markaðsrannsókna Gallup Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum tryggði íslenska kvennalandsliðið sig fyrst íslenskra A-landsliða inn á stórmót í fótbolta, þegar þær komust á EM í Finnlandi 2009. Þær hafa síðan þá endurtekið leikinn tvisvar sinnum, þegar stelpurnar okkar komust á EM 2013 í Svíþjóð og EM 2017 í Hollandi. Bestum árangri náði liðið í Svíþjóð þegar þær komust í fjórðungsúrslit en féllu út gegn sterku liði heimakvenna. Það þarf varla að rifja upp að strákarnir okkar komust fyrst á stórmót þegar liðið komst á EM í Frakklandi 2016. Strákarnir náðu þá þeim frábæra árangri að komast í fjórðungsúrslit þar sem þeir þurftu að lúta í gras fyrir heimamönnum. Fyrir áratug var íslenska karlalandsliðið í 83. sæti heimslista FIFA en kvennalandsliðið í 19. sæti. Kvennaliðið hækkaði sig svo upp í 15. sæti frá árunum 2011 til 2012 en er aftur komið í 19. sæti listans. Frá 2008 til 2010 lækkaði karlaliðið úr 83. sæti niður í það 112. sem er það lægsta sem liðið hefur farið á listanum. Frá 2010 hefur leiðin legið upp á við og er liðið núna í 22. sæti listans. Við hjá Gallup könnuðum áhuga landsmanna 18 ára og eldri á HM í Rússlandi, væntingar til frammistöðu íslenska liðsins og hvaða lið fólk telur líklegast til að vinna mótið. Alls eru 49% sem hafa mikinn áhuga á HM en 34% hafa lítinn áhuga á mótinu, en til samanburðar höfðu 48% mikinn áhuga á EM 2016 og 38% lítinn áhuga. Það kemur líklega ekki á óvart að áhugi er meiri hjá körlum en konum, 58% karla en 40% kvenna hafa mikinn áhuga.Þegar væntingar til árangurs íslenska liðsins á EM voru skoðaðar í aðdraganda mótsins 2016 voru 13% sem höfðu rétt fyrir sér um að Ísland myndi komast í fjórðungsúrslit en ekki lengra. Almennt taldi fólk að íslenska liðið myndi ná lengra á EM en það telur að það muni ná á HM. Nú telja 57% að liðið komist upp úr riðlinum en á EM voru það 71% þátttakenda. Ef skoðað er hve margir telja að Ísland komist í fjórðungsúrslit eða lengra þá eru það 23% nú en voru 29% fyrir EM. Konur hafa meiri trú á strákunum en karlar, en alls eru 29% kvenna sem telja að þeir komist í fjórðungsúrslit eða lengra en 17% karla. Alls eru 12% þátttakenda sem telja að Ísland komist í undanúrslit HM og 6% telja að Ísland fari alla leið í úrslitaleikinn sem er u.þ.b. einu prósentustigi færri en þeir sem töldu að Ísland kæmist í úrslit EM 2016 þegar spurt var hve langt Ísland myndi ná í keppninni. Í könnuninni 2016 voru aðeins 6% þátttakenda sem spáðu rétt fyrir um að Portúgal yrði Evrópumeistari í fyrsta sinn. Fjórir af hverjum tíu Íslendingum töldu að Þjóðverjar yrðu Evrópumeistarar. Næstflestir, eða 17%, höfðu mesta trú á að Frakkar myndu sigra en svo voru 13% sem töldu að Spánverjar yrðu Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð. Eins og fyrir EM hefur íslenska þjóðin mesta trú á að Þjóðverjar verði meistarar. Alls eru 34% sem telja að Þjóðverjar verji titilinn og verði þannig heimsmeistarar í fimmta sinn og jafni þar með metin við Brasilíumenn sem hafa oftast orðið meistarar. Þátttakendur hafa næstmesta trú á Argentínu, en 19% telja að Messi og félagar standi uppi sem sigurvegarar í lok móts. Aðeins tveimur prósentustigum færri, eða 15%, telja að Frakkar verði heimsmeistarar núna en töldu að þeir yrðu Evrópumeistarar á heimavelli fyrir tveimur árum síðan. Tiltrú Íslendinga á Spánverjum er mun minni fyrir HM nú en fyrir EM 2016 og fáir eða 4% hafa trú á því að Evrópumeistarar Portúgala lyfti bikarnum eftirsótta þann 15. júlí næstkomandi. Þannig völdu 6% þátttakenda, sem tóku afstöðu þegar spurt var beint hverjir verði heimsmeistarar, Ísland en það voru 8% sem giskuðu á Ísland sem Evrópumeistara fyrir tveimur árum. Næstu vikur og mánuðir verða spennandi fyrir landsliðin okkar í fótbolta. Strákarnir okkar að skrifa nýjan kafla í sögu íslenskrar knattspyrnu með þátttöku á HM og stelpurnar okkar í dauðafæri að tryggja sér þátttöku á HM í Frakklandi 2019. ÁFRAM ÍSLAND!Höfundur er sölustjóri markaðsrannsókna Gallup
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar