Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. júní 2018 12:28 Oddvitarnir fjórir sjást hér fremst á myndinni sem tekin var í morgun þegar nýr meirihluti í Reykjavík var kynntur. vísir/jóhann k. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, óttast ekki að það slitni upp úr meirihlutasamstarfinu þó einn fari í fýlu en flokkarnir fjórir eru aðeins með eins manns meirihluta í borgarstjórn. Í samtali við fréttastofu í morgun eftir að flokkarnir kynntu nýja meirihluta sagði Dagur að vel hefði gengið að setja saman málefnasamninginn. Þá hefði í viðræðunum verið farið yfir allt sem gæti komið upp og flokkarnir gefið sér góðan tíma í viðræðurnar þar sem um væri að ræða ólíka flokka og fólk þyrfti að kynnast. „En það hefur verið mjög mikill og góður samhljómur alveg frá fyrsta degi og þar sem að áherslurnar eru ólíkar þar hefur verið ríkur vilji til að finna út úr því,“ sagði Dagur. Spurður út í fyrir hvað hinn nýi meirihluti mun standa sagði hann: „Góða, græna borgarþróun, sóknarbolta, af því það er nú að koma HM, sóknarbolta eiginlega á öllum sviðum. Ég held að samstarfsyfirlýsingin beri það með sér. Við ætlum að sækja fram í skólamálum, velferðarmálum, lýðræðismálum, gegnsæismálum og á mjög mörgum sviðum, en húsnæðismálin og málefni Borgarlínu og þessi stóru mál verða áfram mjög fyrirferðarmikil í verkefninu.“Svona samstarf eins og þetta þegar svona flokkar eru í samningaviðræðum, það kostar alltaf eitthvað, hvað þurftu þið að gefa eftir? „Ég held að það sé hægt að nálgast það þannig eins og allir tapi þegar einhver vinnur en í góðu samstarfi, bara eins og í góðum samböndum eða vinasamböndum, þá getur fólk líka nálgast það þannig að það séu allir að gefa eitthvað og bæta hvert annað upp og þannig finnst mér þessi hópur vera. Viðreisn sem kemur ný inn kemur með nýja hluti sem bætast við. Píratar sannarlega líka og Vinstri græn og síðan erum við auðvitað með mikla breidd í Samfylkingunni og reynslumikið fólk og saman. Saman held ég að þetta myndi alveg feiknarsterka heild sem er sterkari heldur en einstakir hlutar,“ sagði Dagur.En með eins tæpan meirihluta og hugsast getur, aðeins einn mann, er þá engin hræðsla við að ef einn fari í fýlu þá sé þetta búið? „Nei. Við gáfum okkar góðan tíma í þetta og fórum yfir allt sem gæti komið upp, ekki bara það sem við erum að setja á blað og það gefur og það gefur okkur styrk og sjálfstraust og áræðni í framhaldinu.“Og hver verða svo fyrstu verkefni nýs meirihluta? „Þau eru reyndar fjöldamörg. Þau tengjast húsnæðismálum, þau tengjast skipulagsmálum, velferðarmálum, skólamálum og næsta kjörtímabil er bara að bresta á.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, óttast ekki að það slitni upp úr meirihlutasamstarfinu þó einn fari í fýlu en flokkarnir fjórir eru aðeins með eins manns meirihluta í borgarstjórn. Í samtali við fréttastofu í morgun eftir að flokkarnir kynntu nýja meirihluta sagði Dagur að vel hefði gengið að setja saman málefnasamninginn. Þá hefði í viðræðunum verið farið yfir allt sem gæti komið upp og flokkarnir gefið sér góðan tíma í viðræðurnar þar sem um væri að ræða ólíka flokka og fólk þyrfti að kynnast. „En það hefur verið mjög mikill og góður samhljómur alveg frá fyrsta degi og þar sem að áherslurnar eru ólíkar þar hefur verið ríkur vilji til að finna út úr því,“ sagði Dagur. Spurður út í fyrir hvað hinn nýi meirihluti mun standa sagði hann: „Góða, græna borgarþróun, sóknarbolta, af því það er nú að koma HM, sóknarbolta eiginlega á öllum sviðum. Ég held að samstarfsyfirlýsingin beri það með sér. Við ætlum að sækja fram í skólamálum, velferðarmálum, lýðræðismálum, gegnsæismálum og á mjög mörgum sviðum, en húsnæðismálin og málefni Borgarlínu og þessi stóru mál verða áfram mjög fyrirferðarmikil í verkefninu.“Svona samstarf eins og þetta þegar svona flokkar eru í samningaviðræðum, það kostar alltaf eitthvað, hvað þurftu þið að gefa eftir? „Ég held að það sé hægt að nálgast það þannig eins og allir tapi þegar einhver vinnur en í góðu samstarfi, bara eins og í góðum samböndum eða vinasamböndum, þá getur fólk líka nálgast það þannig að það séu allir að gefa eitthvað og bæta hvert annað upp og þannig finnst mér þessi hópur vera. Viðreisn sem kemur ný inn kemur með nýja hluti sem bætast við. Píratar sannarlega líka og Vinstri græn og síðan erum við auðvitað með mikla breidd í Samfylkingunni og reynslumikið fólk og saman. Saman held ég að þetta myndi alveg feiknarsterka heild sem er sterkari heldur en einstakir hlutar,“ sagði Dagur.En með eins tæpan meirihluta og hugsast getur, aðeins einn mann, er þá engin hræðsla við að ef einn fari í fýlu þá sé þetta búið? „Nei. Við gáfum okkar góðan tíma í þetta og fórum yfir allt sem gæti komið upp, ekki bara það sem við erum að setja á blað og það gefur og það gefur okkur styrk og sjálfstraust og áræðni í framhaldinu.“Og hver verða svo fyrstu verkefni nýs meirihluta? „Þau eru reyndar fjöldamörg. Þau tengjast húsnæðismálum, þau tengjast skipulagsmálum, velferðarmálum, skólamálum og næsta kjörtímabil er bara að bresta á.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00